Gaia og Ouranus, himnaguðinn, áttu saman mikið magn af börnum sem síðar voru kölluð Títanar.
Oceanus var Títan guð hafsins sem umlykur jörðina, einnig Thethys, systir hans og eiginkona.
Fyrsti sólarguðinn var Títaninn Hyperion og systir/kona hans, Theia. Mánagyðjur voru Coeus og Phoebe. Themis var Títan guð réttlætis, Mnemosyne var guð minnis, svo voru einnig Cronus, Rheia, Crius, og Japetus. Samtals voru þau 12 systkinin.
En Ouranus hræddist styrk barna sinna.
Sagan segir að Chaos hafi verið steypt af stóli af syni sínum, Erebus og hann síðar af sínum börnum, og Ouranus hræddist að það gæti gerst líka fyrir sig.
Svo hann geymdi börnin sín neðanjarðar, fest með keðjum í svörtu hellum Tartarus.
Þetta reiddi Gaia og lagði hún á ráðin með börnum sínum gegn Ouranusi.
Sá yngsti, Cronos, réðst að föður sínum og geldi hann.
Þegar hann henti afskornum kynfærum föður síns í sjóinn, gaus upp mikil sjófroða og var mikill gusugangur.
Fæddi þetta atvik af sér Afródítu (Venus), hinnar íðilfögru gyðju kynferðislegrar löngunar og ástar.
Einnig féllu dropar af blóði Ouranusar á jörðina og þar spruttu fram verur er kallast Erinyes, (Furies) sem hrella huga glæpamanna.
Heimildir: Mythology: Myths, Legends and Fantasies
Rithöfundar: Greg Bailey, Dr. Philip Clarke, Dr. Elisabeth Dimock, Christine El Mahdy, Denise Imwold, Deanna Paniataaq Kingston, Dr.’Okusitino Mahina, Hugo MgCann, Dr. Alice Mills, Antone Minard, Dr. Peter Orton, Simon Roberts, Mark Anthony Rolo, Dr. Paul Rule, Rudolf Simek, Dr. Elisabeth Stuchbury, Rawiri Taonui, Geo Athena Trevarthen, Ramona Louise Wheeler
“Land Of The Ice And Snow”