Án karlmanns gat Gaia Ouranus, sem gat með móður sinni Cronus og Rheiu og marga fleiri guði.
Cronus (Saturnus) var elstur barna Gaia , tók hann Rheiu (Cybele), systur sína, sem konu og gat með henni Seif (Jupiter), Heru (Juno), Hestia (Vesta), Demeter (Ceres), Hades (Pluto) og Poseidon (Neptune), en spáð hafði verið fyrir Cronusi að barn hans myndi velta honum af stalli, eins og hann hafði gert við föður sinn , svo hann gleypti í sig börnin í heilu lagi.
Rétt áður en Rheia fæddi Seif, faldi hún stóran stein í rúmi sínu og bauð Cronusi hann, dulbúinn sem barn, þegar hann kom til að gleypa barnið.
Cronus gleypti steininn en Rheia faldi nýfæddan son sinn í helli (talað hefur verið um Idi fjallið á Krít), þar sem geitin Amaltheia gaf honum mjólk af spena sínum og býflugur nærðu hann á hunangi sínu.
Smáguðirnir Curetes, börðu saman sverðum og skjöldum í hvert skipti sem barnið grét svo faðir þess heyrði ekki í því.
Svona lifði Seifur þar til hann varð nógu sterkur en þá yfirbugaði hann föður sinn og lét hann æla upp systkinum sínum.
Seifur henti Cronusi til svörtu hella Tartarus.
Seifur tók síðan Heru, systur sína, sem konu og gat fleiri guði og gyðjur.
Heimildir: Mythology: Myths, Legends and Fantasies
Rithöfundar: Greg Bailey, Dr. Philip Clarke, Dr. Elisabeth Dimock, Christine El Mahdy, Denise Imwold, Deanna Paniataaq Kingston, Dr.’Okusitino Mahina, Hugo MgCann, Dr. Alice Mills, Antone Minard, Dr. Peter Orton, Simon Roberts, Mark Anthony Rolo, Dr. Paul Rule, Rudolf Simek, Dr. Elisabeth Stuchbury, Rawiri Taonui, Geo Athena Trevarthen, Ramona Louise Wheeler
“Land Of The Ice And Snow”