Einusinni kunni ég ekki að fljua, en svo skeði það eina nóttina að mig dreymdi að hópar af indjánum á hestum væru að elta mig yfir hásléttu, ég var ekki einn heldur var pabbi þarna og systir mín og eitthvað fleira fólk úr fjölskyldunni. við vildum ekki að indjánarnir næðu okkur, svo endaði hásléttan og ég horfði niður bjargbrún niður fallegasta gil sem ég hef nokkrusinni séð, það var algjör andstæða við þurru og gróðurlittlu hásléttuna heldur voru þarna burknar, grágríti og lækir. þá var bara um tvennt að ræða stökkva eða láta indjána ná okkur, við héldumst í hendur og stukum framm af. og flúss í staðinn fyrir að hrinja og klessast í gilinu þá svifum við, sérstaklega ég (svona í dag þá fynst mér að fljúa í draumi vera svipuð tilfinning og að kafa í skipsflaki úti á balí með “skúpa diver unit” en samt ekki alveg, maður er aðeins frjálsari í loftinu). svo einhvernvweginn man ég ekki meira af þeim draumi… síðann hef ég alltaf getað flogið í draumi. ég þarf bara að passa að fljúa ekki of langt frá jörðinni því að þá er eitthað uppstreymi sem grípur mig og feykir mér útí himingeiminn. (það er samt voðalega fallegt og gaman þar, bara einhvernveginn hættulegra að mér fynst).. svona til vara, veit einhver hvað þessi draumur þýðir?
p.s. plís ekki bögga mig útaf stafsetningu, ég er með dyslexíju…