Ég sé að flestar greinar hér fjalla um drauga, álfa, anda, miðla og allt í þeim dúr.
Það sem ég er meira spennt fyrir er dulspekin á bakvið manninn og mannlegt samfélag.
Afhverju erum við hér á jörðu. Erum við til að trúa á guð og efla samfélag við drottinn. Erum við hér til að fjölga okkur… þá til hvers??
Erum við kannski bara Karíusar og Baktusar í gígantískum munni??
Mannlegt samfélag er einnig mjög duló. Þar má að sjálfsögðu nefna pýramida (ekki bara þessa í Giza), Stone Henge og annað sem virðist ekki vera gert af náttúrunnar höndum, en er samt eiginlega ekki heldur gert af mönnum!!
Dulspekin við hegðun okkar mannanna gagnvart hvor örðum, náttúrunni og samlifendum okkar!!
Hver er tilgangurinn með þessu öllu??
Eru trúarbrögð bara flótti frá þessum hugsunum eða eru þau sannleikurinn??