Hefur einhver lent í því með reglulegu millibili að dreyma sama drauminn ? Þetta er að gerast æ oftar fyrir mig , allavega er ég að taka mun meira eftir þessu.

Þessi ákveðni draumur virkar á þann hátt að það gerist eitthvað , einhverskonar intro sem er alltaf öðruvísi og eitthvað voða action gerist í því og ég veit ekki hvað er upp né niður. Svo allt í einu er ég staddur á þessum ákveðna stað, einhverskonar hverfi sem er alltaf sama hverfið bara með mismunandi götum og húsum en ég veit alltaf að þetta er sama dæmið. Svo lendi ég í einhverskonar átökum , hvort sem einhver hleypur að mér upp úr þurru eða þá að það tvinnast söguþráður í draumnum sem endar með átökum og alltaf rétt áður en ég lendi í slagsmálum eða einhverskonar bardaga þá stekk ég upp og flýg. Nema ekki eins og t.d. superman heldur stekk ég og hálf flýt í loftinu. Sé til dæmis svalir rétt hjá og stekk upp í átt að þeim og flýg hálfpartinn upp á þær eða allavega rétt næ , stundum dett ég en tekst alltaf að komast af með að stökkva á eitthvað annað. Núna síðast hljóp ég niður einhverja götu og var með fólk á eftir mér og stökk upp og reyndi að komast upp á eitthvað hús en skall af húsunum og niður og hljóp hraðar og flaug meira og reyndi að fljúga hærra en gat það ekki. Gallinn er í þessum draumum að ég get aldrei flogið af neinu viti bara rétt upp og flýt áfram í loftinu en dett svo niður.

Einhverjar hugmyndir ?

Mér tekst ekki að tengja þetta við neitt í lífinu mínu, ekki flughræddur,ekki lofthræddur,ekki með flug áráttu , finn ekkert sem ætti að triggera undirmeðvitundina fyrir þetta.

Dóri