Ég hef oft heirt að vondar vofur fylgja alkóhólistum(ekki viss um að það sé rétt stafað). Að illar vofur fylgja þeim sem eru aumir á eitthvern hátt og nýti sér veikleikan til þess að láta þá þurfa að drekka.
Ég hef verið að spá í þessu, ég er sjálfur mjög opinn, ekki beint skyggn en ég hef séð og finn oft fyrir vofum. En alltaf þegar frænka mín kemur í heimsókn(hún er alkóholisti) þá líður mér mjög illa, ég er órolegur og verð oftast að fara út. Ég veit að þetta er ekki bara því að það er óþægilegt að vera með eitthverjum sem er alkóholisti heldur var ég svona líka þegar ég vissi ekki að hún væri það.
Hefur eitthver annar heirt um svona lagað?