Ég ákvað að senda inn eina grein víst að það hefur enginn komið svo lengi.En dæmið hver fyrir sig um það sem ég ætla að segja ykkur,ég veit að það á eftir að koma svör eins og,þú hefur bara verið að dreyma og þannig en það er ok :) ég veit betur.
Málið er að ég var ung svona 5-7 ára þegar ég fór í sveit(man samt ekki hvar það var sem þau bjuggu) til bróðir hennar mömmu sem á (átti þá ) 3 stelpur (frænkur mínar).
Við stelpurnar sváfum allar uppá háalofti rúmin voru upp við vegg og höfuðgablinn snéri út á gólf og þar var fullt af dóti á gólfinu,það var einn gluggi þar sem sólin skein inn um á morgnana.
Einn morguninn vakna ég og ligg í rúminu og heyri að þau eru vöknuð niðri finn kaffi lyktina upp til okkar og heyri þau spjalla saman(mamma,pabbi,bróðir hennar mömmu og konan hans).
Ég ligg ennþá í rúminu og hlusta á fuglana syngja í kyrðinni.
Allt í einu heyri ég hljóð út á miðju gólfi,einhver að leika sér í dótinu,ég lít yfir í hin rúmin og sé að stelpurnar eru steinnsofandi svo ég lít upp fyrir rúmgaflinn rólega,ég sé svarta veru smávaxna með hala og löng eyru,finnst endilega að þetta hafi verið strákur eða karlkyns vera.ég læt ekkert í mér heyrast leggst aftur á koddann svo veran taki ekki eftir því að ég sé vakandi,vissi ekki hvort hún myndi ráðast á mig eða hvað ef hún vissi að ég hafi séð hana,ég lít í átt að hurðinni og hugsa mig um að kalla á einhvern en hugsunin sagði mér að það myndi enginn heyra í mér þau töluðu það hátt og voru örugglega ekkert að spá hvort við værum vaknaðar.Þá ákvað ég að sofna bara aftur þar til einhver annar myndi vakna eða einhver vekja okkur.
Mér tókst að sofna og þegar ég vaknaði þá sagði ég engum frá þessu því það var stimplað inní hausinn á mér að það myndi engin trúa mér
þar sem ég fór aftur að sofa og þau myndu bara segja að ég hefði verið að dreyma,en ég sór það að ég myndi aldrei gleyma þessu og hef ekki enn gert.
Ég spurði hvort einhver hefði komið í morgun og þau sögðu nei,
end of story.
Jæja það væri gaman að heyra álit af þessari sögu,hvað þið haldið og framvegis hvort þið hafið upplifað eitthvað spúkí í sveitinni.
Ég biðst afsökunar ef það eru einhverjar stafsetninga villur,nenni ekki að fara yfir þetta því ég er á hraðferð.
Kveðja Miðlarinn.