Þetta er svar mitt við grein Hjössa sem spurði hvort það að ákalla djöfulinn eða selja sál sína djöflinum væri varasamt.
Auðvitað er það varasamt. Hvernig spyrðu? Ég tala af reynslunni og get sagt þér að það skiptir engu máli hvern þú ákallar, hvort að það er einhver af goðunum eða gyðjur eða guðir í WICCA eða hvort að það er Guð eða Djöfullinn. Allt þetta er varasamt ef þú veist ekki hvað þú ert að gera.
Þær nornir sem ég þekki byrjuðu sjálfar á að lesa allt sem þær komust yfir í sambandi við galdra, fjölgyðistrú, skurðgoðadýrkun, ákallanir, seyði o.s.frv. Það var ekki fyrr en að þær töldu sig tilbúnar til að taka afleiðingum gjörða sinna, að þær fóru að fikra sig áfram. Þær byrjuðu hægt og þannig lærðu þær að bera virðingu fyrir þessum kröftum.
Ég var sjálf á kafi í þessu fyrir ca. 3 árum en hætti skyndilega þegar ég og fjölskylda mín gátum ekki sofið á nóttunni fyrir látum í púkum og öndum og hverju sem er sem fylgdi mér. Ég viðurkenni fúslega að ég var ekki tilbúin til að axla þá ábyrgð sem þessu fylgir.
Ég er mjög ósátt við athugasemd þína Wiggi. Ég hélt (og held enn) að þú hefðir einhverja reynslu í sambandi við svona hluti. Hvernig dettur þér í hug að hvetja til þess að fólk/krakkar fari og fikti í einhverju sem það skilur ekki og hefur ekki þroska til að meðtaka. Andaheimurinn er spennandi en jafnframt ekki leikfang!
Mig langar að hvetja fólk til að lesa sér um það sem það hefur áhuga á og taka síðan ákvörðun hvort að það vill halda áfram. Galdrar t.d. eru ekki bara e-ð sem þú lærir á viku heldur tekur það heila mannsævi. Mest allur tíminn fer í hugleiðslu og sjálfskönnun og læra að sætta sig við takmörk sín en einnig að uppgötva hæfileika sem maður vissi ekki að maður hefði.
Ég vona að ég hafi svarað spurningu þinni Hjössi : )