Það sem rekur mig til að skrifa þessa grein eru margir atburðir nýliðinnar aldar sem og atburðir síðustu ára. Þessir atburðir eru orðnir fyrir okkur og börnum okkar sem hversdagslegur hlutur og er næstum sjálfgefnir. Þetta er orðið svo algengt fréttaefni í sjónvarpsviðtækjum okkar í stofunni að og glæpir og hamfarir eins og flóð, fellibylir, jarðskjálftar, hungursneiðir, stríð, herör gegn barnaklámi og þrælkun barna, innbrot og fíkniefnanotkun unglinga, þjófnaðir og mannrán er bara hluti af tilveru okkar. En er þetta rétt viðhorf að sætta sig við þetta ástand.

Við ein getum spornað við þessari framþróun, en hvernig?

Förum í smá sagnfræðikennslu.


Fall Babýloniu.

Það er 5 október árið 539 f.Kr. og stór her hefur slegið upp búðum nálægt borginni Babýlon. Fyrir hernum fór persnenskur konungur sem hét Kýrus.

Borgin var mjög vel varin því stór og djúp á lá umhverfis og í gegnum borginna og ef brúarhliðið lá uppi var ómögulegt fyrir nokkurn her að ráðast inn í borgina. Eins umlugtu borgina háir og sterkir borgar múrar. Þessi mikla borg var sögð vera sterkasta vígi sem til væri og ósigrandi hernaðarvirki.

Aðfaranótt 6 október héldu svo Babýlonumenn mikla hátíð og skemmtu borgarbúar sér langt fram eftir nóttu.
En Persar voru snjöll þjóð og höfðu marga og vitra menn í sínum röðum. Ein snilldarhugmynd fæddist hjá Persunum og hugmyndin gekk út á það að grafa mikin áveituskurð samhliða ánni. Svo um nóttina veittu Persar ánni úr farvegi hennar í áveituskurðinn og áður en langt um leið hafði lækkað svo í ánni að menn Kýrusar gátu vaðið hana og komist alveg að borgarmúrunum. En hvernig gátu þeir svo komist inn fyrir borgarmúrana? Einhverra orsaka vegna höfðu Babýloníumenn sýnt það kæruleysi að skilja borgarhliðin eftir opin!

En það sem gerir þessa sagnfræðilegu staðreynd svo merkilega er að maður að nafni Jeseja hafði spáð fyrir falli Babýlon 200 árum áður og sá sem felldi hana mundi heita Kýrus og að hann mundi sigra borgina á nokkura átaka.


Eru spádómar Biblíunar að rætast?

Daníel spámaður sagði fyrir nákvæmlega og í réttri röð hvaða heimsveldi munda verða, Egyptar voru fyrst heimsvelda þá komu Arserar þá næst Babýlonar næst komu Medear og Persar svo Grykkir, Rómverjar og svo síðasta heimsveldið er okkar hið engilsaxnenska.

Árið 1983 sá ég fræðsluþátt sem Orson Welles var þulur og kom fram í þáttinum. Orson Welles er ekki Kristinn en þátturinn var um spádóma Biblíunar. Í einu atriðana var Welles að lýsa stað sem var kallaður Las Vegas austurlanda. Hann sagði: Samkvæmt Biblíunni mun í nánustu framtíð blóð renna hér um götur og hæðir, menn munu berjast eins og grimm og hungruð ljón. Þessu spáir Biblían en það er ekkert sem bendir til neina blóðsúthellinga næstu árin hér á þessum kyrrláta og fallega stað. Staðurinn og borgin sem Orson Welles var staddur á heitir Líbanon.

Þegar þessi þáttur var gerður eða árið 1983 hafði um 70% spádóma Biblíunnar ræst. Spádómar Nostradamusar hafa ræst um 3% en það er talið að þeir spádómar sem hafa ræst séu aðeins seinni tíma falsanir. Ég sá einnig þátt árið 1986 um spádóma hans þar sem einn spádómurinn gékk út á að einhver arabi með hatt sem var hans auðkenni mundi hefja flugskeytaárás á New York.
Árið 1991 var búið að snúa þessum spádómi yfir í flugskeytaárásir Saddam Husseins á Ísrael?


Hvað er að gerast í dag?

Í Matteusarguðspjalli kafla 24 segir Jesús frá endalokum mannkyns og hvernig við getum þekkt þá tíma og fæðingarhríðir Harmagedons eins og Jesús orðar það.

Jesús sagði eftirfarandi einkenni loka mannkyns:

1. Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! Og marga munu þeir leiða í villu…..
Falstrúarbrögð.

2. Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi….
Prestar blessuðu vígtól bandamanna í seinni heimstyrjöldinni og þýskir prestar gerðu slíkt hið sama. Úthellið blóði óvinana kölluðu prestarnir!

3. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki…..
WWI og WWII, Kórea, Víetnam, Laos, Kambódía, mið og suður ameríka, Afríka, mið austurlönd og sú púðurtunna, sex daga stríðið, Bandaríkin gegn Líbíu, Írak gegn Írönum og Kúrdum, Sovétríkin gegn Afganistan og Tétenum, fyrrverandi ríki Júgóslavíu, Sómalía, Nígería, s-Afríka, Persaflóastríðið fyrra og seinna, Afganistan, Al Queda gegn öllum sem eru ekki Múslimatrúar.


4. Þá verður hungur og landsskjálftar á ýmsum stöðum. Eins er getið um mikla landsskjálfta í spádómsbók Biblíunar eða Opinberunarbók Jóhannesar kafla 16 vers 18: Og eldingar komu og brestir og þrumur og mikill landsskjálfti, svo að slíkur hefur eigi komið frá því menn urðu til á jörðinni…
Ég nefði hér aðeins nokkra jarðskjálfta sem hafa skollið á undanfarið en hafa samt sem áður valdið mestu mannlegu tjóni frá upphafi, Izmit Tyrklandi 17 ágúst 1999, 17.000 létust. San Giuliano Ítalíu 27 nóvember 2002, 26 börn létust í skóla. Alsír 21 maí 2003, 2.276 létust. Bam Íran 26 desember 2003, 17.000 létust. Gujar-hérað Indlandi 26 janúar 2001, 21.000 létust. Nias eyja Indónesía 27 nóvember 2002, 2000 létust. Nýja-Genía Papúa 17 júlí 1998, 2000 létust. Afganistan 25 mars 2003, 7000 létust. Indlandshaf 26 desember 2004, 310.000 manns látast….

5. Allar þjóðir munu hata þig vegna nafn míns….
Það eru flestir í dag sem loka eyrunum við boðskap Jesús og Biblíunar eða hafna honum algjörlega.

6. Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna…
Ísland í dag: mannrán, morð, framhjáhald, peninga græðgi, lífsgæðakapphlaup, fíkniefni, frjálslyndi í kynlífi, heimilisofbeldi, ofbeldi á börnum ofl



Það er í eðli mannsins að bregðast þannig við tilmælum eða ámynningum sem lúta að því að hann hafi rangt fyrir sér eða hafi gert mistök þá undantekningarlaust reynir maðurinn að afsaka sig með kjánalegum tilraunum og orðaleikjum. Sama gerist oft er hörðustu andstæðingar Biblíunar liggja á dánarbeðinu þá vilja þeir fá að Biblían verði sett á náttborðið hjá þeim og skömmin grípur margan fyrir að hafa hafnað Guði og Jesús, en samt er það ekki of seint því ef við sínum iðrun og auðmýkt og opnum hjarta okkar fyrir Jesús þá munum við fá fyrirgefningu synda okkar.


Útkoman úr könnuninni sem ég gerði á forsíðukorkinum um daginn hvort þið höfðnuðu Jesús eður ei þá var sú útkoma sláandi, en samt er ekki öll von úti en.

Lifið heil og megi Guð vera með ykkur því ég má ekki vera að því…

Lecte