Gríski heimspekingurinn Descartes útskýrði tilvist “guðs” einhvern veginn á þessa leið:
Allir menn hafa meðfædda einhverja hugmynd um hina “fullkomnu veru”, sem sagt guð, og það búi í sjálfri hugmyndinni að veran er til. Því fullkomin vera er ekki fullkomin nema hún sé til. Þar sem við erum ófullkomnar verur getum við sjálf ekki fengið hugmyndina að þessum fullkomleika og þar af leiðandi hlýtur hún að vera komin frá þessari fullkomnu veru sem sýnir að hún er til.
Þessi rökfræði Descartesar er auðvitað fáránlega einföld (og þetta er þar að auki einfölduð útgáfa) og eiginlega ónothæf. En það er samt gaman að henni.
Varðandi Biblíuna þá er algjör óþarfi að tengja hana algjörlega við kristna trú. Í henni finnst margur fallegur boðskapur, en líka ýmislegt sem á hreinlega ekki við og við vitum betur núna. Biblían er auðvitað gömul og ekki hægt að fara bókstaflega eftir henni allri, enda er vel hægt að vera kristinn án þess að trúa beinlínis á Biblíuna sem heilagt rit. Hún er hinsvegar frábær heimild og menningarfyrirbrigði og auðvitað á að kenna um og úr henni í skólum í okkar samfélagi, því menning okkar byggist að svo stórum hluta upp á henni. Allst staðar eru tilvísanir í biblíusögur og fl. í lífi okkar og ef við hefðum enga þekkingu á Biblíunni væri skilningur okkar á umhverfinu minni. Þess vegna ætti í grunnskólum að kenna kristni og allt um hana, en ekki sem einhvern heilagan sannleik. Þannig ætti líka að byrja mun fyrr að kenna almenna trúarbragðafræði og kenna hana meira.
Eins og ulvur segir er orðið guð ekki annað en hugtak sem notað er í okkar menningarsamfélagi yfir einhvern ósannanlegan kraft sem fólk hefur frá ómunatíð skynjað, rétt eins og öll hin trúarheitin. Og á sama tíma er þetta heiti yfir það fyrirbæri sem hefur svör við öllum okkar spurningum, hvort sem það er til eða ekki. (Eða hvort sem e-r svör eru eða ekki) Þetta hefur svo þróast yfir í mismunandi trúarbrögð. En ulvur, það er að hluta rétt hjá þér að fólk sem trúir ekki skv. trúariðkunum kristnu kirjunnar og biblíunni er ekki kristið. En nú er það orðið svo að “kristinn maður” á í rauninni líka við þann sem er ekki trúlaus (heldur hefur sínar eigin trúarupplifanir) en lifir skv. siðfræðiboðskap kristninnar, sem er einn af grundvöllum okkar menningar. Þó tæknilega sé þetta röng notkun á hugtakinu.
Það er ekki hægt að sanna tilvist guðs með því að segja “Hvernig varð heimurinn annars til?” En það er nú eiginlega kjarni málsins. Það er ekki hægt að sanna tilvist guðs. Og þar sem þetta kemur svo oft fram er það augljóst að það er ekki heldur hægt að afsanna hana. Þess vegna finnst mér að fólk ætti að fara sér hægt í að fullyrð um svona málefni, einfaldlega vegna þess að allar fullyrðingar sem ekki er hægt að sanna eru rangar og bera vott um þröngsýni. En það er gott og blessað að sega sína skoðun.
Ég hef aldrei upplifað neitt sem ég get kallað “návist guðs” sem persónu. Ég hef heldur aldrei séð guð. En það er margt sem ég hef ekki séð og get ekki séð en ég útiloka ekki tilvist þess eingöngu vegna þess. Það að við mannfólkið séum víst bara “steinar sem meikuðu það” sýnir að við erum ekki fullkomið sköpunarverk og hvers vegna getum við því gengið að því vísu að við höfum hæfni til að skilja allt? Getum við fullyrt að skynfæri okkar nemi allt sem er til? Hvað vitum við nema til sé ýmislegt sem við höfum ekki hæfni til að skynja eða skilja?
Flestir hafa samt e-n tíma upplifað e-ð (kannsk án þess að gera sér grein f.því) sem þeir sjá ekki, heyra eða lykta, heldur upplifa huglægt. Ég skynja mj.sterkt samstöðu mannsins. Þegar margir taka sig saman, upplifa sama hlutinn og vinna að e-u saman skapast undarlega rafmagnað andrúmsloft. Samstaða fólks í e-i hugsjón, sama hvort hún er góð eða slæm, getur orðið ótrúlega sterk. Hafið þið e-n tíma upplifað áhrifamikinn múgæsing, eða múgsefjun? Þetta er e-ð náttúrufyrirbrigði.
Á sama hátt getur maðurinn á stundum upplifað sig ótrúlega sterkt m/náttúrunni. Þegar við munum að við erum ekki almáttug, að við verðum að lifa í sameiningu með náttúrunni og gerum okkur grein fyrir að við erum í raun eitt sjáum við lífið oft í öðru ljósi. T.d. eftir náttúruhamfarir, þar sem okkur er hrint niður af stallinum þar sem við hreykjum okkur og gerum okkur grein fyrir að það er sumt sem við getum ekki stjórnað svo auðveldlega. Eða þegar við sjáum hvað náttúran getur verið gjöful og hvað hún er magnað fyrirbrigði, og þegar við sjáum að við erum hluti af henni.
Þetta er það sem ég kalla guð. Þetta afl sem við getum öll upplifað, sameiginlegur kraftur sem býr í okkur öllum og getur orðið ótrúlega, en þó ekki yfirnáttúrulega, sterkur. ÞAÐ er guð.
1. Hvað meinar þú að það sé algjör óþarfi að tengja biblíuna við kristna trú? Hvernig lýst þér á þetta: “Það er algjör óþarfi að tengja Hitler við Nasista” passar ekki alveg. Biblían er partur af krisni trú, það hefur engin gefið þér rétt til að breyta því. Biblían er ekki kennd krökkum sem boðskapur heldur sem staðreyndir, viltu sönnun?
hún er í einu svari hér einhverstaðar fyrir ofan.
Þá skrifa einhver krakki þetta:
“Hmmm…
ég trú að guð sé til!
Bara svolítið skrítið að ef hann er ekki til þá spyr ég; afhverju lærir maður Kristinfræði? ”
Ef þú séð ekki neitt rangt við þetta þá er eitthvað að. Og ekki einu sinni reyna segja mér að Kristinfræði sé BARA boðskapur. Þetta efni er fyrir 18 og eldri, og öll önnur trúarbrögð eða þangað til að lífs reynslan hefur mótað persónu án þvingunar. Eg er að sjá og heyra svona hluti nánast á hverjum degi, prufið að reyna taka eftir svona ef þið eruð ekki of heilaþveiginn.
2. Kristinfræði er ekki sögustund í skólunum,
eg man það var konu prestur í einum skóla sem eg var í (hef verið nokkrum),
krakkarnir trúðu þessu bulli og þorðu ekki annað en að trúa á þennan nafnlausa guð og son hans jesus, þetta er rangt. Það á ekki að hræða krakka með Kristinfræði, það er hægt að siða þau til öðruvísi.
3.“Þó tæknilega sé þetta röng notkun á hugtakinu.”
Það er bara einfaldlega rangt að segja þetta, eins og epli í staðin fyrir kíví. Rangt!
4. Guð þinn er semsagt afl nátturunar.
Hvaða helvítis þörf er þetta að nauðga orðinu guð, er ekki hægt að finna annað orð???
0