Ég er sammála því sem einhver sagði hér á undan, að þig myndi ekki dreyma djöfulinn, nema að hann hafi einhverja merkingu fyrir þig. Ég trúi því að lykillinn að því að ráða drauma er að komast að því hvað táknin í þeim merkja fyrir þig persónulega. Hef ekki mikla trú á því að sama táknið geti þýtt sama fyrir marga. Hitt er annað mál að mörg tákn eru svona menningarleg, ein og t.d. hjartað fyrir kærleikann og svoleiðis. Á þann hátt getur djöfullinn verið t.d. táknrænn fyrir hluti í undirmeðvitundinni, sem þú neitar að horfast í augu við, vandamál sem þú ert að ýta á undan þér, hluti sem eru faldir undir yfirborðinu, sýndarmennsku e.t.v. Ef þú hefur verið að dreyma djöfulinn, finnst mér líklegt að þú ættir kanski aðeins að líta í eigin barm og gefa þér tíma fyrir dálitla sjálfsskoðun.
Góðar stundir, dreymi þig vel :)