Þannig er mál með vexti að ég var nýkominn úr mjög löngu og erfiðu ferðalagi. Það var enginn heima að vanda og ég vissi nákvæmlega hvernig kvöldið yrði. Ég settist fyrir framan sjónvarpið og hafði kveikt í holinu. Það var ekkert spennandi á dagskrá svo smám saman fór ég að dotta. Það var ekki fyrr en nokkru seinna að ég átta mig á því hvað hafði gerst, ég hafði óvart sofnað í nokkra klukkutíma og var nú að drepast úr kulda. Það var eitthvað furðulegt að sjónvarpinu, það kom bara snjór og hávært surg og engin dagskrá klukkan sennilegast orðin of margt.
Þegar ég ætlaði að standa upp, geispaði ég og teygi úr mér, nuddaði augun aðeins og leit svo inn ganginn. Það var allt dimmt og grátt inni í íbúðinni enda dregið fyrir. Mig leið eitthvað svo illa í myrkrinu svo ég ákvað að draga frá glugganum við endann á ganginum.
Um leið og ég kippi gardínunni frá þá sá ég hvar gömul kona stóð alein úti á götu og hékk utan á girðingunni minni brosti og horfði upp til mín. Það var enginn manneskja á ferð og engin umferð, þarna leit ég á klukkuna og sá að hún var rétt að skríða fjögur. Ég man að ég hugsaði: “Hvað er þessi kerling að gera?” Guð hvað mér var orðið kalt. Ég flýtti mér að draga aftur fyrir, gerði svo lítið op á gardínuna og sá þá að kerlingin brosti ekki lengur, heldur horfði reið á gluggann. Það fór um mig kaldur gustur. Ég hljóp inn á bað og skrúfaði frá sturtunni og vaskinum og læsti svo að mér.
Ég fyllti lúkurnar í vaskinum af köldu vatni og reyndi að vakna, mér fannst ég vera að dreyma. Þegar ég leit upp í spegilinn sá ég sjálfan mig dimman og hrukkóttan, mér brá óskaplega og kipptist til. Þegar ég leit aftur sá ég að þetta var ímyndun. Ég klæddi mig úr fötunum og ætlaði að skella mér í sturtu. Það var fáránlegt, sama hve heitt ég stillti vatnið þá kom bara kalt úr sturtunni. Vatnið var svo rosalega kallt ég gat ekki umborið að skella mér undir. Ég kraup á gólfið og ruggaði mér framm og aftur: “Hvað er í gangi!”. Ég var orðinn mjög skelkaður og ákvað að reyna að ná mér niður, bað til guðs að allt yrði í lagi.
Við þetta varð ég loks rólegur og nú var baðherbergið farið að fyllast af gufu. Ég man hvað mér leið loksins vel og það leið nokkur stund áður en ég gat fengið mig á fætur til að skrúfa fyrir vatnið. Ég leit á klukkuna og sá að hún var tuttugu mínútur yfir fjögur. Vá hvað ég var orðinn orkulaus, ég ákvað að opna hurðina fram. Ég gerði það hægt, fyrst bara rifu sem ég gægðist fram í gegnum. Allt virtist með feldu og ég dreif mig inn í herbergi og henti mér undir sæng. Það leið ekki á löngu þar til ég gleymdi mér og var farið að dreyma græna haga.
Næst rankaði ég við mér og heyrði að eitthver var að fikta í tölvunni í herberginu. Það var ennþá dimmt úti og einkennilega þunkt loft í herberginu. Ég reyndi að hunsa þessi lágværu músarklikk sem bárust úr hinum enda herbergisins. Ég þorði alls ekki að snúa mér við og lá bara þarna hreyfingarlaus. Þetta var samt allt svo raunverulegt ég heyrðu “hann” ræskja sig og hósta lágt. Það var eins og hver sem þetta var vissi ekki af mér hérna inni. Ég gat ekki umborið þetta snéri mér hratt við og kastaði sænginni frá mér.
Þarna sat feitur og mjög fölur maður, hann sat á hvítum hlýrabol á köflóttum naríum. Þarna sat hann sköllóttur og reiður, hann byrjaði að pikka mjög fast í lyklaborðið en horfði samt á mig stingandi augum. Hann dritaði með ótrúlegum hætti á borðið fast og ákveðið en horfði ekki á hvað hann skrifaði. Hann starði blákallt á mig og nú voru takkarnir farnir að brotna af borðinu og byrjað að blæða úr puttum mannsins. Ég stóð upp og bakkaði upp að hornskápnum. Hann byrjaði að öskra af bræði en ekki orð bara berserks öskur, andaði svo hátt og hratt. Ég fór að reyna að fikra mig nær hurðinni en þá stóð hann upp. Djöfull var hann stór og mikill. Hann stóð og gnæfði yfir mér, gekk upp að mér svo ég lagðist á grúfu. Það var svo sterk lykt af honum ég lokaði augunum og reyndi að róa sjálfan mig.
Þegar ég opnaði augun aftur var hann horfinn og einu ummerkin eftir hann var ónýtt lyklaborð og svart skjal í prentaranum með hvítu letri. Guð hvað mér leið mikið betur.
Daginn eftir þegar ég var kominn til vinnu langaði mig að segja frá þessu en alltaf þegar ég reyndi þá kom þessi sterka lykt sem ég fann af honum aftur. Þannig ég hætti alltaf við, þó nokkur ár séu síðan þetta gerðist þá er alltaf eins og þegar ég reyni að segja frá þessu þá vari hann mig við því.
Never take life seriously. Nobody gets out alive anyway.