*(Ég las yfir alla greinina og sá að það væri kannski gott að taka það fram strax að mann dreymir í Astral Plane-inu)
Daginn!
Fyrir þá sem vita ekki hvað Lucid Dreaming er.. get this: Þú ert sofandi, og ert að dreyma. Venjulega geturðu ekkert gert eitt né neitt við “söguþráð” draumsins en allt í einu finnurðu að þú ert í draumnum.
Þú finnur að þú getur gert hvað sem þú vilt og þér líður eins og þú sért algerlega vakandi eða bara eins og þér líður í tölvunni við að lesa þennan texta.
Nú eru þér allir vegir færir. Þú getur flogið eins og fuglinn yfir höfin, farið í heimsókn til Egyptalands eða jafnvel kíkt á ytri mörk sólkerfisins.
Þetta er beintengt Astral Travelling eða OOBE(out of body experience) Nema þegar þú astral travellar ertu laus við allar hindranir eða hluti sem eru ekki til staðar (sem þú sjálfur býrð til). Maður er líka að fylgjast 100% með gangi mála, frá því maður sofnar þangað til maður vaknar (þó það sé ekki fátítt að maður “detti” í venjulegann draum og vakni, en ekki alveg viss um að manni hafi tekist þetta.)
Ég vona núna að ég hafi náð til þeirra sem skilja ekki muninn milli drauma og Lucid Drauma.
Án efa munu nokkrir þeirra sem lesa þetta hafa lent í þeirri miður skemmtilegri reynslu að hafa vaknað og ekki geta hreyft sig. Algerlega lamaðir, og fullir ofsaskelfingu. En stuttu eftir er eins og ekkert hafi gerst.
Mig langar ekki til að útskýra þetta því ég kann bara “dulfræðilegu” útskýringuna á þessu og ef ég myndi láta hana flakka væri ég skotinn niður af stuttu færi af nokkrum þeirra sem sækja þetta áhugamál hóstduffhóst( no hard feelings mate ;)). Þetta ástand er þó algerlega, 100%, hættulaust og það líða ekki nema 5-15 sek og þá getur maður hreyft sig.
En að alvöru greinarinnar!
Hvernig á að komast skipulega í þetta ástand.
01. Farðu að sofa á venjulegum tíma og stilltu vekjaraklukkuna þannig að hún hringi þegar þú hefur sofið í 6 klukkutíma.
————
02. Þegar þú vaknar, skaltu fara úr rúminu og lesa bók eða gera eitthvað. Ég mæli ekki með því að fá sér að borða mikið því það vill oft enda í leiðindadraumum (matröðum). Þú átt ekki að vera “drowsy” eða “foggy-minded” þegar þú framkvæmir næsta skref. 20-60 mínútur eiga að fara í þetta skref en það er frekar persónubundið.
————
03. Losaðu um hálsmál og um náttfötin (fínt að læsa svo að sér svo enginn ákveðst að riðjast inn, það leysir spennuna upp)
Leggstu á bakið (þó sumum, og ég meðtalinn, finnist frekar óþægilegt að sofa á því) og ef þú kemst framhjá því að láta sængina yfir þig, slepptu henni þá. Sama lögmál gildir hér, það má ekkert þrengja að þér.
————
04. Settu hendurnar niður með síðum og vertu með fæturna smá í sundur.
Ef það er ekki of óþægilegt geturðu sleppt koddanum (nema hann sé þunnur og ýtir höfðinu ekki mikið upp). Nú skaltu gera nokkrar lokahreyfingar svo þér líði sem þægilegast. Æskilegast er að hendur og fætur snerti ekki aðra hluta líkamans.
————
05. Lokaðu augunum.
Slakaðu alveg 100% á og einbeittu þér að
hverjum líkamspart sem á að slaka á. Gott er að spenna hvern útlim fyrir sig og slaka síðan á honum. Ekki hugsa um hversu kjánalegt eða hvort þú sért loksins að verða búinn með snakkbirgðirnar, einbeittu þér bara að því að fá líkamann í fullkomna djúpslökun.
Ekki gefast upp! Þetta tekur tíma, sérstaklega í fyrsta skipti (og þá er ég að tala um meira en 15 mínútur) Það er mikilvægt að hreyfa sig ekki neitt eftir að slökuninni er náð (eða á meðan henni er náð) Ef kláði eða eitthvað er að erta ykkur, reynið að hugsa ekki um það og það mun hætta á endanum.
————-
06. Nú ertu kominn í djúpslökun. Nú geturðu farið að hugsa þér til (sálar)hreyfingar.
Til eru nokkrar aðferðir:
(a) Einbeittu þér að stað í húsinu þínu eða einhverjum stað sem þú þekkir vel. Hugsaðu þér að þú sért þar, finndu lyktina, áferðina á hlutum og sjáðu þig fyrir þér inn í herberginu/á staðnum.
Einbeittu þér að þessu og á endanum getur verið að þú rankir við þér í draum þar sem mexíkóskur aðalsmaður er að kasta í þig brúnum appelsínum. Feel free to explore eins og maður segir.
(b)Einbeittu þér að augnlokinum (þar sem þú ert með augun lokuð) Hreyfðu þó ekki augun mikið þar sem það spillir slökuninni. Reyndu að sjá í gegnum augun á loftið heima hjá þér. Einbeittu þér að því og hugsaðu stanslaust: Ég sé í gengum augnlokin, ég sé í gegnum augnlokin, ég sé í gegnum augnlokin.
Stundum hef ég freists til þess að opna þau sjálfur en maður á ekki að missa móðinn ef maður slysast til þess. Þú verður ekki heimsmeistari á einni nóttu.
© Eins og glöggir notendur hafa án efa tekið eftir byggjast þessar tvær aðferðir á einbeitingu og það er líka alveg rétt hjá þeim. Í rauninni er það það eina sem þarf til Lucid Dreaming eða Astral Projection ásamt slökun og kannski smá þolinmæði.
———-
Til hamingju með að hafa klárað að lesa þetta og vonandi gengur þér vel að uppgötva nýjan heim. Astral heim.
En eitt enn til þeirra sem ætla að láta reyna á hugrekkið og ævintýraþráina!
Það gæti gerst annað en það sem þið ætlið ykkur. Þið ætlið kannski bara rétt að “vakna” í draumi en eitthvað annað gerist.. Þið Astral Projectið. Það eru ágætar líkur á því að þetta gerist og er eiginlega bara betra en að dreyma Lucid (því þá ertu í rauninni að fylgjast með gangi mála frá byrjun til enda eins og ég sagði áðan).
Hér kemur stutt lýsing á Astral Projection:
Þú ert búinn að framkvæma öll skrefin áðan og allt í einu heyrirðu hátt hljóð sem alveg læðist að þér að óvörum (eitt skiptið hjá mér var það risaeðluöskur) Pff hvað mér brá.. Margir segjast hafa heyrt í fjarlægum fossnið en þetta er víst persónubundið. Kannski heyrirðu bara alls ekki neitt hljóð á meðan þessu stendur. Hvaðan sem því líður þá byrjarðu að finna þrýsting á andlitið.. og hann eykst og eykst, það er eins og það sitji fíll á andlitinu á þér og þú finnur síðan allt neðan fyrir mitti lyftast upp. Þrýstingurinn eykst á andlitið en allt í einu toga fæturnir svo mikið í þig að þú ploppar upp og sérð loftið nálgast… Þú svífur upp.
Nú er málið að velta sér við og lenda á gólfinu (ekkert harkalegt sko, maður rétt lendir á tánum) og nú geturðu gert hvað sem þú vilt svo lengi sem þú heldur ró þinni. Ég tek fram að maður finnur ekki fyrir sársauka þrátt fyrir þrýstinginn. Meðan á þessu stendur líður þér frekar léttum, og ef til vill er herbergið þitt frekar “distorted” og svarthvítt en það fer bara eftir því hversu meðvitaður og einbeittur maður er.
Nú svona rétt til að klára svara ég nokkrum spurningum sem ég get ímyndað mér að komi upp í hugann.
Veistu ekki hvort þú sért í Astral Heiminum?
Svar: Prófaðu að taka létt hopp og sjáðu hvort þú ferð ekki aftur niður;) Líka er hægt að toga létt í þumlinn og gá hversu teygjanlegur hann er. (sumir hafa verið svo meðvitaðir í draumi að þeir vita ekkert um það og fá ekki að njóta þess)
Ég hef gríðarlegan áhuga á að Astral Projecta/dreyma Lucid, hvað get ég gert til þess að auka líkurnar á því að mér takist það?
Svar: Það er til leiðir til þess að auka færni sína í þessum málum og þær eru að:
a) Vera Meðvitaður um allt 24/7! Ertu að klæða þig í skóna? Ekki dirfast að hugsa um nýjasta Lost þáttinn. Ertu að dagdreyma um eitthvað í strætónum? Slepptu því einfaldlega. Samantekt: Einbeittu þér alltaf að því hvað þú ert að gera í hvert sinn.
b)Hin leiðin er að á hálftíma fresti skaltu taka þér pásu í því sem þú ert að gera og einfaldlega toga í þumalinn. Þú verður orðinn svo vanur því að á endanum verður þú farinn að gera það í draumunum og verður nett hissa þega þú sérð þumalinn lengjast. Þá veistu að þig er að dreyma og getur farið spássitúr í gegnum miðja jörðina. Mysticweb eiga heiðurinn af þessari aðferð og þeir kalla þetta “Reality Check!” Hentugt nafn ekki satt?
Hvað gerist ef ég vakna og get ekki hreyft mig?
Svar: Haltu bara ró þinni, þó ég er 1000% viss um að þú munt panikka í fyrstu. (Ég er ekki undantekning, samt vissi ég alveg hvað væri að gerast)
Þetta er ekkert hættulegt og í rauninni bara merki um að þér fari fram í Astral Projection:). Stundum virðast vægast sagt undarleg, og ójarðnesk hljóð fylla eyru ykkar þegar þið “lamist” svona en það er ekkert til að hafa áhyggjur af.
Get ég fests í Astral Plane-inu og aldrei komist aftur í líkamann?
Svar: Hugsaðu þetta svona: Þú hefur gert þetta á hverri einustu nótt allt þitt líf og ég sé ekki annað en að ég sé enn í mínum líkama á fullu sprelli. Eini munurinn á er að þú ert meðvitaður um ástandið. Ef þú æsist upp á einhvern hátt er guarentee að þú skjótist aftur í líkamann þinn. (Að detta niður gegnum svart í draumi og vakna strax anyone?)
Tips
Ekkert vera að opna neinar hurðir, farðu bara í gegn. Reyndar eru undantekningar á því hvort það sé hægt. (þú veist að þetta er ekki hægt og býrð til hindrun sem er ekki til staðar í Astral Plane)
Að biðja líkamann um að fara einhvert ef þú veist ekki leiðina, virkar mjög vel.
En því miður ákveður þessi líkami okkar að fara stystu leiðina, og oftar en ekki er hún í gegnum jörðina sjálfa(já kvika og allt) Nú er málið að verða ekki hræddur því þá ferðu beina leið í rúmið aftur og vaknar með pirrandi tilfinningu í að hafa látið þér bregða svona auðveldlega.
Mikilvægast af öllu er að verða ekki æstur/æst!!! Ég get eiginlega ekki hamrað nógu mikið á því hvað það er mikilvægt. Bara að halda ró sinni og fljúga á vit ævintýranna.
Að hugsa um líkama sinn sem liggur stjarfur í rúminu endar þessa reynslu á broti úr sekúndu.
Er helst til dimmt hjá þér þegar þú ert Lucid í draumi eða að Astral Projecta? Ef til vill rætist óskin hjá þér ef þú einfaldlega biður um ljós. Og þakkar fyrir þig auðvitað;).
“Skeptíkusar” athugið. Eins og sést í greininni hef ég mikið verið að einblína á “dularfullu” kenninguna um Lucid Dreaming/Astral Plane.
Ég get ekki vitað hvort þetta sé eitthvað dulúðugt eða bara heilinn að leika sér að okkur. Það sem ég veit er að það ER hægt að stjórna draumum og það er helvíti mikið gaman!
Síðan vil ég endilega fá einhverja til að skrifa frá reynslu sinni á þessa grein og þá kem ég kannski með mína eigin reynslu. Ég svara líka öllum spurningum sem vakna um málefnið eftir bestu getu.
Takk fyrir mig.
Er áhugi fyrir grein nr. 2?
Heimildir: http://en.wikipedia.org/wiki/Lucid_dreaming
http://www.consciousdreaming.com/lucid-dreaming/best-lucid-dream-methods.htm