Það er eitt fyrirbæri sem ég hef velt mikið fyrir mér og það er þegar við fljúgum í draumum. Það sem mér finnst einkar athyglivert við þetta fyrirbæri er að ekki allir upplifa það. Skiptingin virðist vera svona 50/50 hjá okkur mannfólkinu (en áður taldi ég að allir upplifðu þetta). Það kemur margoft fyrir í mínum draumum að ég er fær um flug. Það skrýtnasta við þetta er að ég virðist skipta um flugstíl eftir atvikum. Venjulega syndi ég bringusundsspor í loftinu og er þá draumurinn nokkuð ljúfur, en afskaplega steyptur (eins og þegar Hallgrímskirkja var að bráðna vegna þess að hún var úr marsípan, og ég var einmitt að bölva ríkisstjórninni fyrir að spreða í svona fáránlegt verkefni *lol*, og fíll flaug hjá). Í þessum draumum gerist þó oftast eitthvað óþægilegt. Svo eru það martraðirnar. Í þeim flýt ég í loftinu, oftast á flótta undan einhverju, og er nokkurn vegin stjórnlaus. Ef ég einbeiti mér ekki 100% að fluginu Skýst ég lengt útí geim og verð afskaplega lofthrædd fyrir vikið (sem er fáránlegt vegna þess að ég kann nú að fljúga!)

Freud var með sýnar kenningar um flug í draumum og hann líkti því við holdris og fullnægingu karlmanns (eins og hann nú oftast gerði). Hann taldi fullkomlega eðlilegt fyrir bæði kynin að dreyma það en í tilviki kvenna var þetta ómeðvituð ósk um að vera karlmaður. Samkvæmt kenningum Freuds eru næstum allar gjörðir kvenna ómeðvituð ósk um að vera karlmenn :)

Ég fletti þessu svo upp í draumráðningabók, sem ég hef ekki mikla trú á, og til gamans ætla ég að láta lýsinguna fylgja hér með:

Flug: Táknar heitustu þrá og metnað dreymandans, en skýringin á því að fljúga (eins og fugl) ræðst af því hvernig flogið er, svo og kringumstæðunum, umhverfinu, veðrinu o.s.frv. og allt þetta verður að taka með í reikninginn. En almennt gildir þetta: Ef þér tókst flugið vel og þú flaugst lágt eða í meðalhæð, munt þú ná markmiði þínu án mikilla erfiðleika. Ef þú vars að reyna (erfiða) að ná mikilli hæð þá merkir það að þú sért að reisa þér hurðarás um öxl og þér væri ráðlegast að lækka flugið.

Ef þið vitið um einhverjar fleiri kenningar og pælingar um þetta fyrirbæri þá væri ég meira en til í að heyra þær. Einnig hvernig þið upplifið þetta. Ég fæ aldrei leið á þessu umræðuefni!

Dreymi ykkur vel!

Yrja