Já, fáfræði er alsæla …
Væri ég nautheimskur, vissi ég kannski ekki að ég myndi deyja …
Þar af leiðandi vissi ég kanski ekki HVERNIG ég myndi deyja …
Og kanski ekki af völdum hvers ég myndi deyja …
En þar sem ég er vitsmunavera, ber ég þá vitneskju á herðunum að eitthvertíma mun ég þurfa að yfirgefa þennan yndislega stað …
Kanski í dag, kanski á morgun, kanski þegar ég er orðinn 62 ára gamall afi í fínu húsi, með fallegum garði, með ástkæra konu, falleg börn og barnabörn, afkastamikinn kvikmyndagerðar feril að baki mér, guðhræddur og sáttur við lífið …
Það að deyja hræðir mig ekki, heldur hryggir það mig … Núna allavegana … Það er svo margt sem ég á eftir að upplifa … Það er svo margt sem ég verð að skilja eftir … Það er svo mikils að sakna …
Það að vita hvernig dauða minn mun bera að garði er hræðilegt, sérstaklega í ljósi þess að ekki er víst að líkami minn muni nokkurtíma finnast … Og þar afleiðandi mun ekki vera hægt að veita mér almennilega greftrun …
Nú spyr ég …
Eru fleyri sem vita hvernig en ekki hvenær þeir deyja …
Hver er meining ykkar um dauðann …
Trúið þið á Guð …
Trúið þið á líf eftir dauðann …
Eruð þið hrædd við dauðann …
Eða hlakkið þið til …