Það er athylisvert að í hausnum á blaðsíðunni eru pýramidarnir í Giza í Egyptalandi. Mér langaði að heyra um ykkar pælingar á byggingu þeirra og tilgangi.
Sjálf var ég þarna í mars og fór inni í einn þeirra. Þetta er náttúrurulega fullkomið, nema það að það er svolítið bratt að fara inn í þá og örugglega verið mjög erfitt fyrir fólk að ganga þarna um, en í dag hafa verið settir pallar með stikum svo auðveldara sé að fóta sig.
Við enduðum í alveg kassalaga herbergi með eins og alveg kassalaga laug (nema að það var náttúrulega ekkert vatn og var örugglega ekki laug). Þetta var svo fullkomlega byggt að erfitt var að ímynda sér nema að þeir hefðu byrjað á herberginu og svo byggt utan um en ekki öfugt.
Súrefni er mjög af skornum skammti þarna, því dýpra sem maður fór, því erfiðara var að anda og rakinn alveg rosalegur, það er því ljóst að þarna var ekki hægt að dvelja langdvölum. Ef þrælar byggðu þetta þá hafa þeir dáið alveg eins og flugur býst ég við.
En það skrýtna er líka að múmíur af fullvöxnu fólki frá þessum tíma eru aðeins um 1,2 m á hæð eða rétt eins og börn nútímans. Hvernig gat þetta litla fólk byggt þessi mannvirki?? (ef mannvirki eru?)
Svo eins og þið sjáið á myndinni þá eru þrír illa byggðir og ljótir pýramidar þarna við (hausinn á blaðsíðunni). Afhverju eru þeir svona litlir? Það eru engir inngangar í þá. Hvaða tilgangi þjónuðu þessir ef hinir 3 voru grafhýsi?? Afhverju eru þeir svona ófullkomnir í útlitum en hinir svona fullkomnir???