Ef þig er alltaf að dreyma illa þá gæti verið sniðugt hjá þér að hugsa aðeins betur um sjálfa þig (þ.e. ef það er málið), ég veit t.d. um nokkra sem dreymir alltaf illa eftir að hafa borðað þungan mat rétt fyrir svefninn. Ef þú ert með endalaust með miklar áhyggjur (þunglyndi gæti alveg tengst því svosem) þá endurspeglast þær líka í draumum þínum.
Annars er líka til í dæminu að þetta séu bara einhversskonar fyrirboðar!
Ef þú heldur að þetta tengist þunglyndi þá stafar þetta eflaust af því.
Ertu þunglynd og ef svo ferðu til læknis og hvernig er þetta hjá þér?
Þú fyrirgefur en ég verð svo leið og eiginlega reið þegar ég hugsa um þunglyndi, því þó að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta sé sjúkdómur sem erfitt er að glíma við, þá lenti ég í þeirri leiðinlegu reynslu að vinkona mín var þunglynd og reyndi að fremja sjálfsmorð.
Sjálfsmorð er aftur á móti það eigingjarnasta sem ég get ímyndað mér. Eins og með þessa vinkonu mína, hún á góða fjölskyldu, rosa sæt (tók einhverntíman þátt í einhverri fegurðarsamkeppni), á fullt af vinum, og ég (og fleiri) hef alltaf reynt að gera allt fyrir hana og svo gerir hún þetta og særir allt þetta fólk sem elskar hana og er gott við hana!
Ég bara skil ekki svona!
Mér finnst svona sjálfsvorkunn hræðileg, það er alltaf hægt að hífa sig á hærra plan, og eins og maður segir, hver er sinnar gæfu smiður, þó maður haldi að maður eigi ekki neitt þá hefur maður alltaf sjálfan sig og getur gert hvað sem er!
En vá ég ætlaði nú ekki alveg að halda einhverja ræðu hérna….
En Gungun reyndu bara að láta þér líða vel og já dreymi þig vel.
Kveðja,
Ljúfa