Skil ekki.............
Það sem ég skil ekki er, af hverju er alltaf verið að blanda saman hugleiðslu, miðlum, tarrot lestri, álfum og draugum saman? Þótt að maður ástundi hugleiðslu þýðir það ekki að maður verði eitthvað ófreskur eða hafi einhvern áhuga á því. Hugleiðsla gengur út á að útvíkka hugann. Til þess notar maður auðvitað ýmsar aðferðir svo sem æfingar, mataræði og eitthvað þess háttar, það er sem sagt eitthvað kerfi sem farið er eftir og er þar af leiðandi MJÖG vísindalegt. En kerfið á ekki að nota til þess að lesa hugsanir eða sjá drauga.