Sumt af þessu mun kannski hljóma ótrúlegt en það eru alltaf tvær hliðar á einni sögu.
Fyrsta skiptið þegar ég drakk, síðasta sumar, þá var ég með 4 vinum mínum.
Eftir partýið vöknuðum við, tókum til og einn stakk upp á því að fara í andaglas.
Jæja, við skelltum okkur í það, og ég trúði ekkert á þetta þarsem andaglas hljómar fáránlega; ,,Systir mín fór í andaglas og TRUKKUR keyrði yfir hana!!''
Þannig að ég var semsagt aldrei hræddur þegar við vorum að spila, en það myndi sko breytast.
Við klipptum stafina út, lögðum þá á borðið í hring með 6 kertum.
Eftir nokkrar tilraunir fengum við 12 ára stelpu við nafn ‘'Else’' á línuna.
Else hafði lent í brunaslysi og viti menn, húsið við hliðina á húsina hanns félaga minns hafði brunnið niður fyrir mörgum árum.
En við héldum áfram að tala við Else og hún svaraði því sem við spurðum.
Þarsem nokkrir munu kannski vita þá vinnur draugurinn í gegnum einn aðila í andaglasi, og við héldum að vinur minn væri að svindla, því þegar hann tók puttan af, þá hreyfðist þetta ekki.
En svo spurði einn vinur minn hvort hann mætti taka mynd af horninu þar sem hún sagðist sitja, og annað; það voru öll ljósin þar slökkt allt í einu, og glugginn var við á hinni hliðini.
Vinur minn tók upp myndavéla símann og ætlaði að taka mynd en öskraði svo allt í einu og fór að hágrenja með svip sem lýsti bara hreinni hræðslu.
Eftir smá stund sagði hann að eitthvað sem lýsti sér eins og brunnin hendi hefði hann séð í símanum og hefði hún á ógnarhraða komið að honum.
Ég áleit þetta enþá bull og vildi fara á klósettið.
Vinirnir spurði hvort að ég mætti fara á klósettið, og Else svaraði neitandi.
Else sagðist ekki líka vel við mig, en ég fór samt á klósettið.
Þegar ég var búinn ætlaði ég að labba í gegnum hurðina inn á herbergið en hurðinn skelltist framan í mig, og enginn hafði skellt henni.
Ég tók eina mynd af grúppuni að spila og greindi ég þar draug á meðal okkar þegar ég var að leika mér að zooma á myndini.
Ég get ekki sett link á hana strax en þegar bluetooth virkar hjá mér skal ég setja link á korkinn.
Ef þið haldið enþá að ég trúi ekki á drauga, þá trúi ég sem mest á drauga.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.