Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega næm á neitt, hef aldrei nokkurntíman séð draug eða neitt slíkt, hef stundum fundið fyrir einhverri nærveru en það er oftast bara þegar ég er hrædd fyrir, vegna ógnvekjandi bíómynd eða einhverju slíku, og þessvegna hef ég alltaf talið að það sé bara ímyndum. Ég hafði samt heyrt andar dragast að fólki sem er hrætt en ég hélt að það væri bara eitthvað bull en er núna farin að trúa því svoldið.
Fyrir nokkrum vikum ætluðum ég og viknona mín að skoða djöflakyrkjuna um klukkan 2 um nóttu, við fundum þó aldrei kirkjuna því að við fórum í kolvitlausa átt, vinkona mín var að segja mér draugasögur og öskra skyndilega til þess að hræða mig og það já svínvirkaði, en það undalega var að þegar við komum á svoldið afskekktan stað sá ég karlmann labba þarna fyrir framan á okkur og ég sagði við vinkonu mína að við ættum að læsa hurðunum á bílnum bara svona til öryggist,vissi ekkert hvernig maður þetta var, en svo þegar ég leit aftur á veginn var maðurinn horfinn og vinkona mín sagðist aldrei hafa séð neinn mann þarna á veginum. Ég var doldið hrædd en sagði sjálfri mér að þetta væri bara ýmindum í mér.
Ég keyrði vinkonu mína heim til sín og þegar ég var að keyra ein heim til mín, þorði ég ekki að líta í afturspegilinn vegna þess að ég var svo hrædd að sjá einhvern þarna, en svo fannst mér óþæginlegra að vita ekki hvort að eitthvað var þarna eða ekki þannig að ég leit og ég sver að ég sá manninn þanna, ég leit að vísu bara með öðru auga, ég snarhemlaði og fór útúr bílnum í hræðslu minni, en svo að lokum hringdi ég í kærasta minn og fór aftur inní bíl og talaði við hann á meðan ég keyrði…(handfrjáls búnaður) og þá leið mér betur og var ekkert hrædd. Ég hef notað þennan bíl tvisvar sinnum síðar og í bæði skiptin hef ég séð mann í aftursætinu, og ég veit ekki hvort að ég sé að búa þetta til því að ég er náttúrulega svo skít hrædd eða hvort að ég sé búin að bjóða einhverjum draug uppí bílinn….
Ég veit þó að ég ætla aldrei að keyra þennan bíl aftur. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að þetta gæti verið bara algjört kjaftæði hjá mér.