Ég ætla að segja ykkur nokkrar draugasögur…
Þessi er sönn:
Nokkrir menn sem voru í karlakór voru að æfa sig í kirkju, þeir voru eitthvað að tala saman þegar einn mannana sá andlit út í glugga sem hvarf…hann fór út og sá engin fótspor í snjónum fyrir framan gluggan, hann fór aftur inn og sagði hinum körlunum frá þessu og þeir báðu hann um að lýsa karlinum sem hann sá fyrir þeim, hann gerði það og karlarnir sögðu honum að þetta hafi verið gamall prestur sem dó.
En þessi saga er ekki sönn:
Það var eitt sinn stelpa sem átti hund, alltaf þegar hún fór að sofa þá lá hundurinn við hliðina á rúminu og sleikti höndina á stelpunni.
Næsta dag þegar hún vaknaði sá hún hvergi hundinn sinn, en hún hélt að hann væri bara inni í hjónaherberginu, þannig að hún fór inn á bað til að tannbursta sig, þegar hún leit í spegillinn þá sá hún að fyrir aftan hana hékk hundirinn á sturtuhausnum og á speiglinum stóð “menn hafa líka tungu!”
Þessi er sönn:
Þetta gerðist fyrir aðeins nokkrum árum á vegi 59 rétt við Holiday Inn. Parið hafði lagt bílnum undir tré við veginn. Það leið á kvöldið og stúlkan þurfti að komast aftur á heimavistina, þannig að hún sagði kærastanum að þau þyrftu að fara að koma sér. En bíllinn vildi ekki starta, þannig að kærastinn sagði stúlkunni að læsa sig inni í bílnum og að hann myndi ganga niður að Holiday Inn og hringja eftir hjálp.
Það leið langur tími og hann kom ekki til baka og allt í einu byrjaði hún að heyra svona skrjáfu hljóð á þaki bílsins.
Skrjáf, skrjáf, skrjáf heyrðist og varð hún hræddari og hræddari, og enn kom hann ekki. Loks þegar það byrjaði að daga, byrjaði fólk að koma og hjálpaði henni úr bílnum.
Hún leit að bílnum og sá þá kærastann hangandi niður úr trénu, þar sem fæturnir drógust eftir þakinu og gerði þetta skrjáfu hljóð á þaki bílsins.
Þetta er ástæðan fyrir því að vegurinn er kallaður “Hangman´s road”
Það eru til misjafnar útgáfur af þessari sögu, margar jafnvel verri, einni þar sem þetta á að gerast í Washington ríki á vegi sem leiðir til dauða undir stóru grátandi eikartré. Þar á líkið að hafa verið afhöfðað og hengt upp á fótunum og hendurnar látnar skrapast eftir bílþakinu(neglurnar). Í öðrum sögum kemur jafnvel lögreglan og hjálpar stúlkunni og segir þar á meðal; Unga dama, við viljum að þú stígir út úr bílnum og komir með okkur. En hvað sem þú gerir, alls ekki snúa þér við, alls ekki, bara haltu áfram að ganga, beint og alls ekki kíkja til baka á bílinn.
Auðvitað snýr hún sér við…
Þessi er ekki sönn:
Stúlka nokkur var að passa 3 börn í Montreal í mjög stóru húsi. Hún var að horfa á sjónvarpið þegar allt í einu síminn hringdi. Börnin voru öll farin í rúmið. Hún tók upp símann og heyrði geðveikislegan hlátur. Hún spurði hvað hann vildi en hann hélt bara áfram að hlæja geðveikislega. Hún skellti á og var svolítið áhyggjufull en hugsaði svo ekkert meir út í þetta fyrr en korteri seinna þegar síminn hringdi aftur og sami geðveikislegi hlátur glumdi í símanum. Á þessum punkti var hún orðin verulega áhyggjufull og ákvað að hringja í þjónustumiðstöðina til að láta vita hvað væri að gerast. Þjónustuaðilinn róaði hana niður og sagði að ef hann myndi hringja aftur ætti hún að reyna að halda honum á línunni eins lengi og hún gæti og þá myndu þau reyna að rekja símtalið. Aftur korteri seinna hringdi síminn og maðurinn hló geðveikislega að henni. Hún spurði af hverju hann væri að þessu, en hann hélt bara áfram að hlæja. Hún skellti á og um leið hringdi þjónustumiðstöðin og sagði stúlkunni að koma sér út því að símtalið væri að koma frá efri hæð hússins. Hún skellti á símanum og hljóp fram á ganginn og sá þá manninn hlæjandi geðveikislega með blóðugan slátrarahníf í hendinni á leiðinni að drepa hana.
Hún hljóp út úr húsinu en maðurinn elti ekki. Lögreglan kom fljótlega á staðinn og handtók manninn en þá kom í ljós að hann hafði myrt öll börnin.
Takk fyrir mig
Ef ég fæ góða dóma kemur kannski framhald ;)