Ég veit ekki hvort það gegnir einhverjum tilgangi að setja þetta hérna inn en mig langaði samt að athuga þetta.

Það er þannig með mig að núna undanfarið eða í marga marga mánuði, núna á þessu ári og fyrir jól og það, þá hef ég lent í því að standa sjálfan mig að því að muna eftir því að hafa hugsað um og séð fyrir mér eitthvað sem er að gerast eða ég er að sjá.

Þetta er þannig að ég er ekki að hugsa um neitt sérstakt bara að horfa eitthvert og ég fer að hugsa ótengt umhverfinu í kringum mig og ég fer að sjá fyrir mér eða hugsa um eitthvað tökum sem dæmi. Ég vakna og allt í einu er þessi hugmynd í kollinum á mér, ég sé fyrir mér kennarann minn nýkomin úr klippingu og okey ég hugsa ekkert meira um það, því þetta var nú bar ahugsun og ekkert meira, finnst mér þá.
Svo kem ég í skólann og kennarinn minn labbar inn ganginn nýkominn úr klippingu, tilviljun.

Ég veit ekki hvað ég á að halda vegna þess að þetta er farið að gerast æ oftar, ég hugsa um eitthvað bara allt í einu eða sé það fyrir mér, því þegar maður hugsar er maður oft með ákveðna mynd í hausnum.

Allt þetta sem ég man eftir er líkt og þetta sem ég nefndi með kennarann minn, þetta gerist oftast daginn áður eða nokkru fyrr og þetta er ekki eittvhvað sem ég tengi af tilviljun við eitthvað sem gerist í mínu daglega lífi, þetta er nákvæmleg a eins.

…Og nú er ég þannig manneskja og hef alltaf verið að ég neita að trúa á tilvist anda eða alla vega ef ég ræði það við almennt fólk.
Ég trúi ekki mikið á spámenn og spákonur alla vega ekki fyrr en ég fæ staðfestingu á því sjálf og lendi í einhverju slíku með spákonu sem sannar þetta. Þess vegna legg ég engan trúnað í það sem fólk segir við mig: ég sá draug, mamma mín er berdreymin, spákonur eru ekki falsmenn…ég tek ekkert mark á þessu vegna þess að ég trúi engu nema ég upplifi það sjálf og það ætti enginn annar að gera! Láta blekkjast af einhverju eða trúa einhverju sem einhver segir bara af því að manneskjan er svo sannfærandi! það er bull, maður veðrur að trúa á eigin sannfæringu og leitast við að taka ákvarðanir út frá henni.

En nú er ég komin aðeins út fyrir efnið og vil ég bara spyrja, er einhver hér sem hefur lent í svipaðir aðstöððu eða kannast við eitthvað svona lagað?

Ég vil taka það fram að með þessari grein er ég ekki að reyna að sannfæra einn eða neinn um neitt!
Ég var bara að leitast viða ð skilja eitthvað sem ég upplifi og vil ég finna svarið!

Takk