kallast það ekki berdreyminn annars ef manni dreymir eitthvað og það rætist? allavegana…þá hefur mig dreymt nokkrum sinnum svona drauma sem rætast síðan..

Mig dreymdi um daginn að ég maður, já asnalegt en samt. Ég var í einhverjum svaka helli og allt út í demöntum, ég og annar maður vorum þarna og þessi maður sem var með mér var einskonar óvinur minn. Við börðumst og svona, en hann var samt eitthvað skildur mér, eða mér fannst það.
Allavegana…við börðumst og börðumst og ég reyndi að ná þessum demöntum og svona en missti þá alltaf. Svo á endanum vann ég manninn og ég náði dýrmætasta demantinum og hljóp út úr hellinum, en a leiðinni út þurfti eg að fela mig því að fullt af fólki var að koma inn í hellinn…svo stuttu seinna rétt áður en að ég komst út úr hellinum hrundi hann og ég komst lífs af með demantinn.

ok..svo held ég að þetta hafi ræst..bara aðeins öðruvísi…þannig er það að ég er með stráki en þori ekki að segja mömmu minni frá því..við erum búin að vera saman í held ég næstum mánuð…kannski hálfan…allavegana.
Við erum búin að reyna að halda þessu leyndu og svona fyrir foreldrum mínum en foreldrar hans vita þetta alveg. En svo sagði ég við mömmu að ég hefði alveg áhuga á að vera með honum og hún fór að segja mér að ég ætti ekkert að vera að byrja með honum svona og sagðist vera svolítið á móti því. En svo náði ég að tala hana til og hún ætlar að gefa honum séns en er samt ekkert svo ánægð. Þá held ég að maðurinn sem ég var að berjast við væri mamma og demanturinn sem að ég náði væri kærastinn minn :) soldið væmið held ég :/ en ég veit ekki..kannski er þetta bull í mér en ég trúi því að draumar rætist :D

kv.Aqulera