Hæfileikinn að skynja og sjá inní aðrar víddir er öllum gefinn, en þroskastig sálna er á misjöfnu stigi er þær koma í þennann heim til að auka þroska sinn og jafnvel annara. það er margt í jarðlífinu sem glepur og truflar þroskaferlið hjá okkur mannfólkinu við að auka og halda við þessum hæfileika sem við búum yfir þegar við komum í þennann heim. Til fimm/sex ára aldurs virðast flest börn búa yfir þessum hæfileika, en gera sér ekki grein fyrir því, þar sem þau halda að allir sjái það sem þau sjá. Upp frá þessum aldri dofnar þessi hæfileiki,og ekki síst fyrir þá sök að þeir sem eldri eru, leggja sig fram við það að þroska barnið og segja því að þegja og vera ekki að þessu bulli þegar þau segja frá fólki og hlutum sem það sér og heyrir. Þegar á líður og fólk fullorðnast er hraðinn og umfangið í lífinu svo mikið, að þeir eru fáir sem meiga vera að því að skoða sinn innri mann og nánasta umhverfi. Áður fyrr þegar maðurinn lifði í sátt við náttúrunna og gat gefið sér tíma til að hugsa um og fylgjast með því sem var að gerast í kringum hann, þroskaðist hjá mönnunum líkt og öðrum skepnum, sá hæfileiki að skynja veðrabrigði og aðrar breytingar í náttúrunni. Þeir skynjuðu líðann annara, áttu auðvelt með að sjá hvort skepnum leið vel eða illa. Ég ráðlegg öllum sem umgangast börn að leyfa þeim að eiga sínar stundir þar sem þau virðast vera í leik við einhvern sem aðrir sjá ekki, og ekki hasta á þau þegar ímyndunaraflið flæðir frá þeim. Það eru allt of margir í nútímanum, sem búa ekki yfir ímyndunarafli, og eiga erfit með að tjá sig, og að nota hugan til að slaga á og hverfa frá amstri dagsinns. Ef þig langar að þjálfa þennann hæfileika, er góð byrjun að fara út í nattúruna og vera einn með sjálfum þér, hlusta á vindinn, fuglanna, horfa á skýinn, sjá hegðun fjórfætlinga og reyna að tengja það sem þú sérð og heyrir, við breytingar á veðri næstu daga. Þú getur æft þig í því að skynja lýðann þinna nánustu. Smá saman mun skynjun þín aukast, það er misjafnt hvað skynjun manna er mikil, sumir sjá framliðna og æðri verur, en aðrir finna fyrir fyrir þeim, aðrir virðast sjá fram í framtíðina, þó án þess að sjá í raun, heldur hafa þeir lært að lesa úr því, sem þeir fá á tilfinguna eða skynja. Á seinni árum, hafa menn vaknað upp, og margir farið þá leið að þroska sjálfann sig, og sína andlegu hæfileika. En það er mikið atriði að fara sér hægt þá eru meiri líkur á að árangurinn verði betri.