ég er sammála Xavier, þetta er snilldar setning. annars finnst mér leiðinlegt að einhver rakki niður annars manns trú, ég er ekki endilega að leita að einhverskonar svörum, ég sé heldur ekki að Kristnin hafi gefið mér eitthvað meira, allaveganna hefur Guð og Jesúm ekkert reynt að hafa samband við mig og svara mínum spurningum. En mér er sama, mér finnst Kristni ekki henta mér, mér finnst Kristnin ekki gefa mér neitt, mér fannst hún of fast mótuð, ég fékk ekki það svigrúm sem ég þurfti. Kannski það passi öðrum og ætla ég ekkert að setja út á það. þá fann ég Wicca sem hefur gefið mér voðalega mikið, ég byrjaði ekki á Wicca til þess að verða norn eða út af því ég vildi vera eins og í Craft, raunar er ekki nema mánuður síðan ég sá myndina, og ekki útaf því að það er margir kvenguðir í Wicca, mér fannst trúin falleg og “passaði” mér. ég held persónulega að það sé bara einn Guð eða Æðri máttur sem svo allir tilbiðja, en bara hver á sinn hátt, með sínum trúarbrögðum og með sínum trúarhita. ég held að Wicca sé mín leið. þakka þér samt fyrir aðvörunina , en ég stolt af mínum “ófullkomnu” trúarbrögðum og þótt þú teljir þau ung og hvað með það. Aleister Crowley breytti kannski einhverju í wicca, en gerði jesúm eitthvað svipað fyrir 2000 árum? og hvað með Lúther? ég sé ekki hvernig það geri Wicca eitthvað verri.
takk Kristall, ég væri alveg til í að fá e-mailið þitt. Kveðja Alren