Samanburður á fyrstu Mósebók við kenningar sjáenda og guðspekinga á borð við Platón, Edgar Cayce, Alice Bailey, C.W. Leadbeater auk hjónanna Mark og Elizabeth C. Prophet gefur óvenjulega mynd af forsögulegri þróun mannsins og horfnum blómaskeiðum sem ber að vísu ekki alveg saman við þekktar staðreyndir úr sögu jarðarinnar. Þessar kenningar gefa til kynna að steinöld hafi í raun verið merki um úrkynjun mannsins frekar en markað upphaf mannkynsþróunarinnar. Samkvæmt því hafi Adam og Eva verið guðlegar fyrirmyndir á meðal fyrsta kynstofns manna sem uppi var á jörðunni á miklu blómaskeiði. Þetta mannkyn bjó á meginlandi í Kyrrahafi sem hét Lemúría og Mu sem síðar meir sökk í sæ. Gullöld kvað hafa ríkt um langan aldur á þessari yfirjarðnesku Paradís en var á fallanda fæti þegar Adam og Eva komu til sögunnar. Þeim hafi verið falið að bjarga mannkyninu frá yfirvofandi falli. Vegna andstreymis mannanna máttu þau sjálf láta í minni pokann og verða freistingunum að bráð. Framan af höfðu menninrnir verið tvíkynja þar til að kynin greindust í sundur á löngum tíma, samanber: "Drottinn Guð myndaði konu af rifinu sem hann hafði tekið úr [Adam]“ (1M 2.22). Almannarómur sem sjaldan lýgur segir að maðurinn sé í stöðugri leit að betra helmingi sínum. Þessi mótpartur mannsins er í dulfræðum kallaður tvíburasál. Þessa hugmynd má meðal annars finna hjá Platóni í Samdrykkjunni. Syndafallið megi meðal annars rekja til að maðurinn tók að rugla saman reytum sínum við óskylda móthelminga og leggja lag sitt við ýmis spillingaröfl. Eftir það var Adam ekki lengi í Paradís því að Lemúría sökk í sæ samfara því að mannkynið sökk æ dýpra niður í efnið, ásamt föllnum englum Lúsífers, og varð að klæðast efnisgerðum líkama: ”…því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!… Og Guð gjörði manninum og konu hans skinnkyrtla og lét þau klæðast þeim…“(1M 3.17-24). Fall mannsins (Adams) hafði meðal annars í för með sér að hann glataði guðlegri einingarvitund sinni og misst þar með heildarsýn á tilverunni.
Þrátt fyrir fall menningarinnar á Lemúríu náðu leifar hennar að breiðast út til Afríku, þar sem nú er eyðimörkin Sahara, og til meginlandsins Atlantis í Atlantshafi þar sem menningin stóð á all háu stigi, samkvæmt ofangreindum kenningum. Þá sendi Guð syni sína, þ.e. háþróaðar vitsmunaverur frá öðrum lífheimum, til að rétta manninn við. Á meðal þeirra voru fallnir englar sem erkiengillinn Mikjáll og englar höfðu varpað niður á jörðina ásamt Lúsífer (sjá Opb 12.7-9): ”[Þá] sáu [hinir föllnu] synir Guðs, að dætur mannanna voru fríðar og tóku sér konur á meðal þeirra“ (1M 6.2,4). Föllnu englarnir höfðu slitið sig varanlega úr tengslum við uppsprettu ljóssins með uppreisn sinni gegn lögmálinu. Þeir tryggðu sér áframhaldandi aðgang að ljósinu með sníkjulifnaði, eins og að geta börn með dætrum mannanna. Þessar mægðir leiddu til frekari spillingar og úrkynjunar mannkynsins og verulegrar styttingar mannsævinnar (sbr. 1M 5.27,23,31,32; 6.3). Það kom til af rýrnun svonefnds silfurstrengs sem tengir menn við ljósið til að mannkynið gæti ekki misnotað frekar þann guðlega kraft sem hinn breiði silfurstrengur veitti þeim. Fyrir fall mannsins var hann þrír metrar að þvermáli en nú er hann sagður vera örþunnur. Skyggnt fólk hefur fullyrt að rof þessa þunna silfurstrengs valdi andláti. Þetta silfurskeið ríkti þar af leiðandi miklu skemur en gullöldin á Lemúríu. Að lokum leið hin spillta siðmenning á Atlantis undir lok með syndaflóðinu. Nói og niðjar hans komust lífs af eins og keimlíkar goðsagnir um allan heim greina frá (sbr. 1M 6.4-9). Hámenning Maya og Azteka indíána, Súmera og Egypta eiga rætur að rekja til afkemenda þessara fornmenninga, samkvæmt dulspekikenningum.
Indversku Vedaritin fjalla all náið um þessi forsögulegu hámennnigartímabil í goðsagnarstíl sem þau greina niður í gull-, silfur-, brons- og járnöld, þ.e. Satya, Treta, Dvapara og Kali Yuga. Samkvæmt Vedaritunum erum við á Kali Yugaskeiðinu sem markast af að hnignun mannsandans sé í algleymingi. Tímatal og talnakerfi okkar kom frá spekingum Vedaritanna fyrir milligöngu araba. Þeim ber saman við marga kjarneðlisfræðinga um aldur alheimsins.
Eigi fall óþekktra og spilltra hámenningaríkja við einhver rök að styðjast væri væntanlega hægt að réttlæta kennisetninguna um syndafallið og erfðasyndina sem Páll postuli og kirkjan hans gerði að hornsteini kristninnar: ”Guð hafði látið falla dóm sinn um útskúfun alls mannkyns vegna synda eins manns [Adams]“ (Rm 5.16) ”…þannig er dauðinn runninn til allra manna“ (Rm 5.12).
Líklega má komast næst því að færa ”vísindaleg rök fyrir erfðasyndinni“ með því að benda á að niðurstöður sálfræðinnar og nútíma erfðavísinda styðja óbeint, ”að Guð vitjar misgjörða feðranna á börnum og barnabörnum, já í þriðja og í fjórða lið" (2M 34.6-7; 20.5).
Eftirmáli:
Mér fannst þessi kenning um að mannkynið hafi upphaflega “klónað sig” eða skipt sér í tvennt (haft helmingaskipti) eins og einfrumungar svo arfavitlaus að var fannst vart stætt á því að bera hana fyrir gagnrýna og skyniborna lesendur hugi.is/dulspeki. Þess vegna bar ég kenninguna undir ráðgjafa minn sem er hollenskur guðspekingur. Ég birti svar hans á ensku, þar sem ég kann ekki hollensku, ásamt fyrirspurn minni. Ég vona að lesendur séu sammála mér í því að ég hafi þarna farið úr öskunni í eldinn:
I have read some myth about man having been hermaphrodic [tvíkynja] in the earliest eons of human development, but got split into two sexes. In biblical terms this has been translated into Eve being made from the ribbons of Adam etc. This is the idea behind twin flames as you probably know.
Any Comments?
As far as I understood this topic, the First Root Race , the members thereof , even did not die like us, they just lived on in their one and only child, by means of a sort of splitting themselves in two halves, stepping over in the younger, letting go of the older half as an empty shell. The Second Race progenitates [æxlast] itself by bulbs flowering and falling of when they were mature enough to live on their own. The Third Race in the beginning was sexless, later on evolved hermafroditism and later separate sexes by means of atrofying [láta visna] the sexual organs of the other sexe. So it was not a process of One Being slaughtered in Two Halves, the myth of Twin flames, but identical nonsexual beings (reproducing themselves vegetative, like many plants today can do also) , who became first bisexual [tvíkynhneigða] and afterwards by atrofying the sexual organs of one sexe , male or female. There are no female souls of male souls, only nonsexual souls. This is pure logic, because the function of sex is procreation [fjölgun] in a physcial environment playing with genetics. What would be the use of a female of male soul? Souls do not mate to procreate other souls. So, the whole idea of twin flames is obsolete [úreld]. The Gods are not copulating [tímgast] like we.
Yours,
Pieter