Líf eftir dauðan er mjög erfitt viðfangsefni. Samkvæmt Dalai Lama þá er þetta mjög raunverulegt. Þetta sannast í honum. Þegar hann deyr þá fæðist hann aftur sem Dalai Lama. Hann getur gengið upp að fólki sem hann hefur aldrei séð í þessari nýju jarðvist sinni, og borið full kennsl á viðkomandi! S.s hann þekkir þau síðan hann var síðast á lífi!!
Sama hvernig við lítum á dauðann, þá ber honum alltaf að fagna, því á einn eða annan hátt eru þetta þáttaskil fyrir okkur. Vísindamenn hafa sagt að þegar fólk er nýdáið þá myndast efni/rafboð í heilanum sem framkallar svokölluð “ljósgöng” sem svo margir hafa séð. Þetta er hægt að endurskapa á rannsóknarstofu á lifandi einstaklingum. Mér er alveg sama þó þetta sé raunin. Því við erum ekki raunverulega látin fyr en öll starfsemi heilans er hætt, og hún er ekki hætt þegar einhver efni eða rafboð eru enn til staðar. Það er ekki fyrr en eftir þetta sem við getum tekið mark á fólki, en þá er það náttúrulega dáið. Ég vil bara fullvissa þig um það að hvort sem það er líf eftir dauðan eða ekki, þá gerir það okkur bara auðveldara fyrir að reyna að hugsa sem svo, að við höfum bara þetta líf til að ljúka ákv hlutum. Næsta líf, fer í allt annað, þ.e ef sálin okkar ákveður að læra meira.