Er líf eftir dauðann?
Já það held ég allavega.
Í mínum huga er spurningi miklu frekar þessi:
Hvernig er lífið eftir “dauðann”?
Ég heyrði eitt sinn kenningu um að þetta væri bara stór hringrás. Þegar þú ert búin
að ná ákveðnum andlegum þroska hér þá ferðu yfir á næsta stað (hnött) og þar tekur
við annað þroskastig. Eftir þetta stig sem við erum á núna þá förum við á stað þar
sem hinn líkamlegi líkami verður ekki eins þarfur og hinn andlegi “líkami” fer að
taka yfir. Eftir allmörg stig (hnetti) sameinumst við einni stórri alheimssál, Guði,
og svo fer brot af þeirri sál aftur af stað í hringrásina.
Þetta er nú bara kenning sem ég heyrði á fyrirlestri en hún er ekkert vitlausari
en hver önnur.
Svo gæti þetta bara verið allt sem við höfum en væri þá e-r tilgangur með þessu öllu
saman annar en að fjölga mannkyninu og halda því áfram hér á jörðinni?