Er andi í glasinu?
Sko, ég er ekkert mjög trúuð á anda og vætti en fyrir nokkru síðan þá fór ég í andaglas. við vorum nokkrar stelpur í sumarbústað og vorum búnar að ákveða fyrirfram að fara í andaglas. Ég var svosem alveg til í það en hristi bara hausinn yfir því hversu stelpurnar tóku þetta alvarlega. Sumar þeirra höfðu farið áður og lennt í svaka hasar. En ég var eiginlega að búast við því að þetta yrði meira svona múgsefjun og við myndum ekkert upplifa meira en vonbrigði. En allavega þetta var svaka athöfn og ég verð að viðurkenna að athöfnin sjálf var frekar scary og það er ekki laust við að ég “hin vantrúaða” hafi fundið fyrir smá gæsahúð.
En svo byrjaði ballið og við kyrjuðum allar í kór “er andi í glasinu” og viti menn glasið fór á fleygiferð og ég lýg því ekki að það var eitthvað meira en lítið að gerast. við spjölluðum við nokkra framliðna og spurðum þá m.a. hvenær við myndum gifta okkur!
En málið er að á meðan þessu stóð var ég sannfærð um að það væri andi í glasinu og ég var svo skíthrædd allt kvöldið. En núna nokkrum mánuðum síðar er ég ekkert viss um að þetta hafi verið að gerast,að við hefðum bara ímyndað okkur það. jafnvel að einhver hafi ýtt glasinu en þegar ég hugsa útí það þá hefði engin okkar getað það því stundum þá snertu fingur okkar ekki glasið. En að einhverjum ástæðum hef ég efasemdir.
Ég væri til í að heyra ykkar álit á andaglasi og gaman væri að fá reynslusögur. Er eitthvað til í þessu? Er andi í glasinu?
var ég kannski bara að ímynda mér þetta?
kveðja
kerla