Sælir verið og blessaðir kæru hugarar og þakka ég ykkur fyrir að geta gefið ykkur tíma til að lesa þessa grein eftir mig.
Fór maður í bíó um daginn og var tilhlökkunin alveg gífurleg enda langt síðan maður hafði farið í bíó. Mætti maður í tæpan tíma til að ná myndinni en auðvitað þurftu auglýsingar að vera.
Þrátt fyrir það sat maður alveg rólegur í sæti sínu og beið þar til þeim myndi ljúka.
Síðan kom að ‘'trailerunum’' eða myndklippum úr næstkomandi kvikmyndum. Voru þar nokkrar góðar og kom þar inn mynd sem maður fer á brátt og heitir sú mynd ‘'Constantine’'. Síðan kom það sem gerði það að verkum að þessi grein endaði á Dulspeki hér á huga og heitir sú mynd
''White Noise''.
Komu þar fram kona að nafni Ruth Baxter og kom hljóðklippa með henni þar sem hún sagði ‘'I will see you no more’' eða á íslensku ‘'ég mun ei sjá þig aftur’'. Sagði maðurinn sem var að lýsa þessu að þessi upptaka hefði verið tekin upp 2003 en að Ruth Baxter hefði dáið 1987.
Þá rann mér vatn milli skinns og hörunds. Ákvað ég því að kynna mér málið og því fór ég inná heimasíðu ‘'White Noise’' myndarinnar. Fékk ég þar upplýsingar um það að E.V.P eða Electronic Voice Phenomena væri leið til að þeir framliðnu gætu haft samband við okkur hér sem enn lifum. Fór maður líka inná http://www.aaevp.com til að kynna sér málið frekar. Fann maður þar á meðal hljóðklippur sem eru með E.V.P tækni teknar upp.
Hér er linkurinn:
http://aaevp.com/examples/examples_voice1.htm#Lisa%20Butler
Þið spurjið afhverju ég er að skrifa um þetta,og það er vegna þess að móðir mín lést vegna krabbameins þegar að ég var 13 ára og vil ég með góðri von um gott framhald reyna að ná sambandi við hana með þessari tækni,því ég gat aldrei kvatt hana bless áður en hún fór……..
Með von um skilning.
P.S kíkið á
www.whitenoisemovie.com/
til að fá upplýsingar um hvað þú þarft til að taka upp E.V.P og hvernig og á hvaða stöðum.
Summi kveður.