Jæja mig langaði að reyna eftir bestu getu að skilgreina þetta mikla lögmál lífsins!
Þetta mikla lögmál sem snertir okkur öll.
Sanskrítarorðið “karma” þýðir: hið mikla lögmál.
Það sem mig langar að byrja á að seigja ykkur fjallar um flókin tengsl milli góðs og ills, sem sálin hefur áunnið sér í mörgum endurfæðingum. Af karmalögmálinu leiðir, að það hvað við erum í þessu lífi, er komið undir því, hvað við vorum og hvað við gerðum í fyrri lífum. Karmalögmálið felur í sér hið fullkomna réttlæti. Okkur er ekki refsað fyrir syndir okkar heldur refsa syndirnar okkur! Við erum sem sagt okkar eigin dómarar og böðlar. Syndin er ekki misgjörð gagnvart því afli sem skapaði okkur(guði), heldur misgjörð gagnvart okkur sjálfum.
Ef við nú hugleiðum um stund mismunandi styrkleika freistinganna á okkur og aðra, koma í ljós áhrif Karmalögmálsins frá fyrri æviskeiðum.
Hvernig stendur á því að sumt freistar þín ekki, en virkar gífulega sterkt á aðra? Og hvernig stendur á því að sumt lætur aðra alls ósnorta en þú verður að neyta alls viljaþreks til að halda aftur að þer og standast freistinguna?
Þetta er Karma fyrri lífs. Það sem freistar okkur ekki í þessu lífi, höfum við yfirunnið í fyrra lífi!
Já það má seigja að lífið sé MIKILL lærdómskóli. Þar eru margir bekkir og áfangar og framfarir ýmislegar.Og lexíurnar verðum við að læra, hvor sem okkur líkar betur eða verr. Ef við neitum því verðum við send aftur og aftur til baka að ljúka verkinu! Sem sagt gott að reyna að taka eftir því sem skeður í kringum sig og átta sig á hvaða lærdóm þú átt taka af því. svo sem ef þú er rosalega óþolinmóður eða öfundsjúkur og reyna að læra þessar lífslexíur? Þetta tekur allt tíma og er gott að vera þolinmóður, en við erum alltaf á uppleið.
Samkvæmt Karmalögmálinu hefur hver gjörð og já hver hugsun Karmaáhrif á framtíðar holdganir sálarinnar. já passa að ná stjórn á þessu öfluga verkfæri sálarinnar (huganum) þó að algjör stjórn verði aldrei.
Tengls okkar við aðra á fyrri æviskeiðum hafa áhrif á Karmalögmálið. Ef við höfum í fortíðinni myndað tengsl við annað fólk, hvort það er af hatri eða ást, góðleika eða grimmd, koma þau fram í þessu lífi. Því þetta fólk er bundið okkur, og við því böndum Karmalögmálsins þangað til þau dofna. Þau eru tengd okkur vegna sameiginlegra vandamála sem þurfa réttlætingar vil til þroska fyrir báða aðila. Þanning að má seigja að einhver hefur komið mjög ill afram við þig einhverntímann, hefur þú án ef gert honum eitthvað i fyrri lífum. Sama með ástina, Ef þú hefur lent í ástarsorg sem er mjög erfitt ferli og miserfitt þó eftir þroska. Lítið andlegaþroskaður maður getur ekki gert sér grein fyrir sársauka andlegþroskaðar manneskju þó þeir lendi í svipuðu atriði.
Vona að þetta hjálpi einhverjum sem reiðubúin er að taka við þessu. þetta er í stuttu máli um hvað þetta fjallar, Karmalögmálið!
Og munið bara að vera góð við alla og líka sjálfa ykkur, gerið engum mein því allt er þetta hluti af hin algjöra.
Ef einhver hefur áhuga að kynnast þessu öllu nánar mæli ég með Yoga heimspeki! Það er svo mikill sannleikur þarna úti að flest allt mannkynið er ekki reiðubúið fyrir thetta og halda því fram að þetta sé einhver brandari því allir verða að fá vísindalega sönnun, þó að hún sé ekki til í þessum efnum!
En ekki halda að thetta sé heilaþvottur, ef þú villt ekki trúa þessu ekki gera það. Það er engin að neyða þig.
Spekin: Tíminn er afstæður! hann er bara hugræn uppfinning