Allt í lagi, þetta er geggjað.
Ég var í útilegu með vinum mínum fyrir tveim vikum, dreymdi mjög skrítinn draum- sem ég ætla reyndar að segja frá hérna.
Mig dreymdi að ég væri inni í húsinu mínu að horfa útum gluggann og ég sá að það voru karl og kona í næsta garði að skemma kofann þar- eða eiginlega stela þakinu af honum. Nágranakonan var grátandi inni á klósetti heima hjá mér og sagði að hún gæti ekki meira.
Ég ákvað að hjálpa henni og hljóp aftur inn í stofu þar sem ég sá út um gluggann, skyndilega sáu ræningjarnir mig og föttuðu að ég hljóp að símanum til þess að hringja í lögregluna, en ég fór ekki að hringja heldur fór ég inn í svefnherbergi, þar var pabbi minn og ég sagði við hann: ‘hvernig gastu hjálpað ræningjunum’ hann svaraði að annað gæti hann ekki.
Þá fór ég niður í nágrannagarð að reka ræningjana í burtu, þeir tóku mig og bundu mig fasta með reipi.
Allt í einu breyttust ræningjarnir í margar beinagrindur, beinagrindurnar voru með þunnar slæður, sverð og skildi, þær liðu um hægt að húsinu mínu, að mér. Svo fékk ég þessa tilfinningu: Að beinagrindurnar ætluðu að taka eitthvað mikilvægt frá mér og ég bara yrði að stoppa það.
Nú, svo vaknaði ég ótrúlega hrædd og hugsaði um drauminn, beinagrindurnar væru dauðinn að taka Ættingja frá mér (vil ekki segja hvern) sem var búinn að vera veikur síðan í desember. Fyrir viku dó ættinginn, viku eftir drauminn.
Draumurinn rættist, ég vissi það um leið og ég vaknaði, reyndar fór ég bara með faðir-vorið og leið strax betur (barnalegt en samt). Um morguninn þegar ég sagði frá þessum draumi reyndi ég að gleyma honum og gerði svolítið grín að honum.
Draumurinn rættist- Hvað ætli það þýði?