Fyrir nokkru setti Nisir á netið erindið “Ekki ansa í símann”.Viðbrögðin urðu all harkaleg miðað við innihald þess.
Biðst ég velvirðingar á orðum mínum ef þau hafa sært einhverja.
Í erindinu er því slegið fram, að á hinum enda línunar geti sannleikurinn beðið eftir þeim er hans leitar.
Eftir að hafa kannað efni við lestur tuga bóka um framlífsmál, þ.e. bækur um lífið eftir dauðann, blasir við einfaldur veruleiki:
Í bókum eru gefnar voru út um og eftir aldamótin 1900 og fram undir 1920 mátti víða sjá að þeir framliðnu reyndu ítrekað að koma vitinu fyrir þá er leituðu sambanda, (hinir framliðnu leituðu einnig sterklega eftir sambandi) og að koma á framfæri þekkingu á eðli framlífsins. Setningar eins og þessar sem hér koma eru nokkuð algengar:
„Að deyja er eins og að fara í annað herbergi.”
„Að deyja er eins og að skipta um föt.”
„Allt er svo raunverulegt.”
„Allt er eins og var áður, fast viðkomu.”
Margar fleiri er hægt að tína til af þessum setningum, en einnig hafa komið setningar eins og þessi:
„Við búum á annari jörð.”
„Við sendum gagnkvæm hugskeyti”.
Þessar setningar hér á undan segja okkur að þegar við skiftum um föt og förum í annað herbergi, þá hefur engin eðlisbreyting orðið á okkur. Við, fötin og hlutirnir í herberginu eru eins efnisleg og áður, fastir fyrir og þéttir eins og áður. Maðurinn breytist hvorki við að fara í annað herbergi og né heldur við að skipta um föt. Við erum eftir sem áður efnisleg, ekki andar eða sálgustur eða neinar þær tegundir sem maðurinn hefur fundið upp til að reyna að skilja tilveruna.

Þegar Skol-hópurinn skilaði af sér gögnum á fyrirburðaráðstefnunni í Basel haustið 1999, vegna rannsókna á lífi eftir þetta líf, kvað hann að þetta fyrirbæri vera staðreynd.
Það er líf eftir dauðann. Þeir gátu þess í framhjáhlaupi að hinir framliðnu fullyrtu að þeir byggju við efnislegar forsendur og aðstæður þeirra á engan hátt aðrar en þegar þeir lifðu á jörðinni. Ekki bara það að greina frá aðstæðum sínum, heldur bættu þeir því við, að ekki byggju allir á sama stað heldur væri um fjölmarga staði að ræða út um allann geim.

Lífið heldur áfram á þeim hnöttum geimsins er fóstrar líf.
Hvað segir okkur setningin:
„Þið eruð svo langt í burtu en þó svo nálægt.”
Við erum með hugann hjá ykkur eins oft og við getum en vegna anna eða starfa,(við vinnum störf eins og á jörðinni), getum við ekki fylgst með ykkur eins og við viljum, en ef eitthvað óvænt er um það bil að gerast eða hefur skyndilega gerst, erum við strax með á nótunum.Við erum háð svokölluðu aflsvæði sem einstaklingur myndar með hugarfari, hegðun og tiltrú annarra. Einnig með skoðun á hegðun einsstaklingsins sem hefur áhrif á aðra í umhverfinu og mótar það álit er náunginn hefur á okkur sem einstaklingi.
Þegar kvölda tekur og stjörnubjart er hjá okkur getum við stundum séð sólina ykkar, en við þurfum tilsögn, því ekki er sjálfgefið að finna hana á meðal allra þessarra milljarða stjarna.
„Þegar þetta liggur fyrir og skilið er kominn tími að ræða hitt atriðið.
Við hvaða aðstæður lífa framliðnir?
Hvað ræður því að menn fara ekki á sama stað og hvað veldur þessum dreifðu staðsetningum?
Þetta byggist á lögmálinu: „Sækjast sér um líkir.”
Allir eða flestir allir geta skilið og finna fyrir meira og minna á lífsleiðinni, í þvi formi að maður sækjast eftir því að vera í hóp með þeim sem hafa svipuð áhugamál, kímnigáfu og lífssýn. Slík samskipti skapa gleði og kraft. Við víkjum okkur undan samneyti við þá sem okkur finnast leiðinlegir að okkar mati.
Skipting látinna innflytjenda milli svæða, landa og hnatta raðast upp af sjálfu sér vegna aflsvæðisins þannig að saman lenda þeir sem eru líkastir eru í viðhorfum og lunderni. Við andlát geislast líforka þess sem er að andast til þess staðar sem hann hefur ómeðvitað valið sér og á meðan lífið fjarar út hér á jörð myndast nýr lík(h)ami. Við þessar aðstæður eins og aðrar er efnið háð orkunni og öfugt.
Því getur lífið ekki verið til án efnis.
Efnið er líf og lífið er orka.
Ef möguleiki er á 3ja erindinu verður fjallað um hvað tekur við, eða hvað bíður manns þegar maðurinn er líkhamnaður á nýjum stað.

Nisi