Ekki ansa í símann.
Í hinum enda línunnar getur verið einhver sem vill segja okkur hvernig allt þetta er í raun og veru. Viltu vita sannleikann í þessu máli.
Auðvitað, hver vill ekki vita.
Eru vegir guðs jafn órannsakanlegir eins og sagt er.
Er okkur ekki ætlað að vita hvað við tekur, ef eitthvað tekur við.
Er þetta svið sem við eigum að láta vera, kirkjunni og trúnni hættulegt.
Trúarsöfnuðir boða trú á semitískan boðskap og geta þess jafnframt að hver sá sem dirfist að leita frétta af lífinu eftir dauðann eigi ekki von á góðu, að minnsta kosti eru þeir haldnir illum öflum, hvernig sem það má vera.
Flestir eru þeir hinir vænstu menn, mannlegri en margur bókstafstrúarmaðurinn.
Er það þessvegna sem trúboðarnir óttast að símanum verði lyft og opinberi sannleikann þannig að blekkingin blasi við.
Í nafni trúarinnar boða þeir umburðarlyndi, fyrirgefningu og umfram allt, kærleika. Ekkert er að þessu þrennu nema nema síður sé og óskandi að almenningur tileinki sér þessa framkomu og hegðun.
Hver vill ekki búa í kærleiksríku umhverfi.
Að því er séð verður, virðist það ekki algengt að flytjendur eða boðendur skilji þessi orð til hlítar að því er séð verður. Sýna þeir öðrum athöfnum umburðarlyndi, fyrirgefa þeir öðrum villu sína og ófullkomleika, eru þeir kærleiksríkir og miskunnsamir í eðli sínu.
Er ekki of seint að vita þegar maður þarf þess ekki, samanber, þú kemst að því við andlát, er þetta málefni sem meir en helmingur vitvera jarðarinnar notar sem ásteitingarstein, aðeins hinu illa til skemmtunar.
Þeir sem á annað borð taka vitandi vits við skilaboðum, segja að það er sótt á hinummegin frá ekki síður en héðan, enda er um lögmál að ræða. Hver hugur móttekur og sendir viðstöðulaust. Móttaka hvers heila ræðst af mögnunarstigi viðkomandi. Þannig að því öflugri sem sendandi - móttakari er, því merkilegri verða draumar, skynjun og hughrif viðkomandi einstaklings og því betri stillir er hann fyrir aðra.
Ásóknin er eðlislæg og sækir á alla, allt líf, allar lífverur alstaðar..
Skilningur á eðli sambandsins og líforkunar þarf að vera (verða) almennur í ljósi þess að hugur eins hefur áhrif á annann huga altaf, alla stund.
Skilningur fæst á allan þennan breytileika og fjölbreytni sem fram fer í heila hvers manns. Að baki allra fyrirbæra eins og menn vilja orða það, er efnis og eðlisfræðilegt lögmál og munið, ekki er allt sem sýnist.
Sumir einfaldlega leggja ekki hugsun að starfsemi eigin hugar og missa þar af leiðandi af strætó. Menntafólk slær sér til riddara með því að lýsa yfir að allt sem þeir ekki viðurkenna á þessu andlega sviði telji þeir ímyndun og bull.
Gott og vel, hvað með tilraun til að setja sig inn í málið.
Ef þeir ganga út frá óefnislegri framlífsveröld hafa þeir rétt fyrir sér. Þeir geta ekki höndlað neitt, en hafi þeir sett hugtakið “efni” í stað anda eða sál, þá sjá þeir að allt er í efni, allstaðar og lögmál náttúrunnar renna upp og sjá, allt er í samræmi.
Það eru heimtaðar sannanir, en erfitt getur verið að færa mönnum heim sanninn um marga hluti sem þó eru staðreyndir og allir hafa við að glíma.
Þú getur haft sársauka í sári, í kvið eða höfði, þú getur borið tilfinningar til einhvers og þíg dreymir og hvað?
Hvernig sannar þú fyrir öðrum þann sárrsauka er þú kvelst af. Hvernig sannar þú fyrir mótaðila þær tilfinningar er þú berð til hans og hvernig sannar þú hvað þig dreymdi.
Rökstuðningur fyrir þessu liggur víða, það þarf aðeins að vera jákvæður og opinn fyrir hugmyndum jafnvel þeim sem ganga þvert á eigin skoðanir, því sanleikurinn leynist víða. Aðal röksemdin er innan hvers heila því þar fer samskipti lífsins fram en farið verður dýpra í málið í næsta þætti sem eru athugasemdir sem settar verða fram á þessum þræði.