Áhugi á dulspeki í heiminum fer vaxandi. Ég tel að þetta sé vegna þess að skiliyrði til lífs eru að batna og fólk þarf ekki lengur að berjast eða strita tímunum saman fyrir mat ofan í pottana svo það hefur tíma til að gera fleira en að vinna. Það hefur tíma til að lesa og horfa á sjónvarp og gera margt fleira. Þar sér það eitthvað um dulspeki, jafnvel án þess að vita það.
Meiri menntun almennings, meira málfrelsi, meiri frítími og betri lífskilyrði eru ástæðurnar fyrir vaxandi áhuga.Einu sinni hefði fólk verið brennt á báli fyrir að tala opinberlega um að það gæti farið út úr líkamanum en nú getur fólk tjáð sig um eigin reynslu án þess að vera hrætt við að vera tekið af lífi óháð því hvort það hefur upplifað eitthvað raunverulegt, er að svindla eða telur sig hafa upplifað eithvað sem er svo ekkert yfirnáttúrulegt. Þessu fylgja þó vandamál.
Mér þykir það skrítið að enn skuli vera svona sterk trú á drauga,anda og álfa. Og ég tel að þetta hafi bara byrjað sem sögur til að halda fólkinu niðri - ekki ósvipað sögunni um Grýlu og Leppalúða-. Einnig getur hver sem er sagt að hann hafi upplifað eitthvað yfirnáttúrulegt en það eru engar sannanir. Þó að einhver segist hafa haft vitni þá er ótrúlega auðvelt að svindla á slíku. Það hefur verið flett ofan af svo mörgum svikahröppum að það nær engri átt. Menn gera allt fyrir peninga.Dulspeki er hugtak sem er algerlega búið að skemma og það eru þessir svikahrappar sem skemmdu það.
Dulspekin heillar enn og ég undrast ekki þessa aukningu á vinsældum hennar. Hún er dularfull, og hún er það seinasta sem við eigum sem gæti kallast “galdrar” sem er ekki búið að afsanna með vísindum. Hún minnir oft á ævintýri með alla sína “galdra”. Ég held að vinsældir hennar eigi eftir að aukast enn meir í sama hlutfalli og bandarísk lágmenning breiðist um heiminn.
Ekki halda að ég sé á móti allri dulspeki eða dularfullum hlutum. Ég er bara orðinn þreyttur á öllu þessu anda, dverga, álfa og draugatali. Og tildæmis myndinni sem saul sendi inn af sjónvarpinu (no offence, saul) með handar farið á skjánum. Það er ekki möguleiki að þessi kona geti sannað að hún hafi ekki bara teiknað hana á sjónvarpið eða þetta sé bara skrítið ryk. ÞEssi mynd sannar bara ekki neitt.
Hjörtur.