Innhverf íhugun
Ég er að lesa bókina Vísindin um veruna og listin að lifa eftir Maharishi Mahesh Yogi (næstum búinn með hana).
<BR>
<BR>
<BR>
<P>Hún fjallar um heimspekina í kringum innhverfa íhugun, en ekki er fjallað einu orði um hvernig eigi að stunda íhugunina. Ef maður vill <U>læra</U> innhverfa íhugun þá verður maður að hafa samband við einhvern “skóla” sem kennir þessa list (innhverf íhugun á Íslandi:<A TARGET=0 HREF=www.yoga.is>www.yoga.is</A>).
<P>Hver er heimspekin á bakvið innhverfa íhugun? Jú hún byggist á því að allt sé partur af verunni (ópersónulegur Guð). Það byggist allt á verunni; allur alheimurinn. Hún er byggingar efni alheimsins, eins og öll steypuhús byggjast á steypu. Þannig í rauninni er ég, þú og allir aðrir <U>veran</U>. Alveg eins og steypuhús eru í rauninni steypa.
<P>Maharishi segir þó að einnig sé til persónulegur Guð sem byggist á afstæða heiminum (Veran er óhlutbundi, eilíf og ekki afstæð). Hann er fullkomnasta form þróunarinnar alveg eins og einfrumungar eru eitt ófullkomnasta form þróunarinnar. Persónulegi Guð hefur fullkomin skynfæri. Hvernig eru fullkomin skynfæri? Jú hann sér allt, finnur fyrir öllt, finnur lykt af öllu , finnur bragðið af öllu og heyrir í öllu í heiminum. Hann er einnig alvitur og til að stytta þetta þá er hann í fáum orðum <U>fullkominn</U>.
<P>Ekkert í heiminum er raunverulegt nema veran. Ég er ekki einusinni raunverulegur og ekki heldur þið sem lesið þetta. Þið eruð í rauninni bara ein mynd verunnar. Á endanum munum við aftur sameinast verunni. Ekkert er eilíft nema sjálf veran. Ekki einusinni persónulegi Guð, hann mun einnig sameinast verunni. Veran (eða Guð) er það (hún er ópersónuleg) en Guð er annaðhvort hann eða hún eða bæði hann og hún (það skiptir ekki máli).
<P>Innhverf íhugun byggist á því að gera sér grein fyrir verunni. Að komast í ástand verunnar, hið eilífa, stöðuga ástand verunnar. Gera sér grein fyrir að maður <U>er</U> veran.
<P>Innhverf íhugun á víst að gera manni mjög gott og maður á að komast í einhverskonar sæluástand.Það ætti allavega að gera eitthvað ef maður gerir sér grein fyrir verunni. Það er eins og að ef fruma í líkamanum á okkur myndi gera sér grein fyrir því að hún væri partur af þér og gæti haft samband við þig.
<P>Samkvæmt Maharishi eru sjö stig vitundar:
<LI>Vaka
<LI>Draumur
<LI>Svefn
<LI>Handanlæg vitund
<LI>Alvitund
<LI>Guðsvitund
<LI>Einingarvitund
<P>Maharishi byggir heimspeki sína líka á endurholdgunar kenningunni og karma kenningunni.
<P>Ef einhver stundar þegar innhverfa íhugun þá hef ég mikinn áhuga á að vita hvernig þeim líður og hvernig innhverf íhugun er stunduð.