Ra - Law of One Það er mjög erfitt að skilgreina Ra, það eru til svo margar skilgreiningar af Ra. Það er hægt að skilgreina hann sem stóran hóp af sálum. Og það mun ég gera í þessari grein.

Nokkur orð sem ég vill láta ykkur vita um fyrst:

Harvest = Þar sem pláneta eða sál mun útskrifast frá vídd yfir í aðra vídd. Gerist nátturulega þar sem plánetur ferðast um geiminn yfir í mismunandi svæði af orku sem hefur mismunandi víddir, sem búa til breytingar á víddum.

Wanderer = Sál í hærri vídd sem gerist sjálfboðaliði til að gerast eins og maður, sem er með samkomulag til að gleyma sál nátturunnar meðan það lifir sem maður nema það hafi alltaf löngun til að leita eftir upplýsingum.

Ra segir í kringum árið 2012 komi harvest og þá útskrifast sumir frá 3vídd yfir í 4vídd. Og margir halda áfram ferðinni í 3vídd á annari plánetu, þar sem jörðin er að færast yfir í 4vídd.
Ástæðan fyrir því að sumir útskrifast yfir í 4vídd, er vegna þess að þau hafa lært það sem þau þurfa til þess að komast í 4 vídd, að elska hvort annað og hugsa um hvort annað.
4vídd er um skilning að elska hvort annað, ekki hatur.
Jafnvel sumir færast aftur í 2vídd þar sem þau hætta að átta sig á sjálfum sér og verða eins og við köllum dýr.

Ra fjallar um allt, hvers vegna við erum hérna, hver Jesus var, afhverju er harvest o.fl

Ekki er aðeins Ra sem segir að breytingar munu gerast árið 2012, líka Mayan calendar sem endar árið 2012, ZetaTalk, venus transition o.fl o.fl

Svo eru til margar síður sem benda til breytingar þar sem við nálgumst 4 víddinni, t.d. hausverkur, þreyta, veikindi sem er eins og flensa, sterkir draumar, líkaminn okkar verður næmari, fleiri með hæfileika til að lækna, vírusar eins og AIDs hverfur þar sem líkaminn verður mun sterkari, flest börn sem eru nýfædd verða líklega mun næmari en við í hugsunarflutningi o.fl.

Ég vill endilega benda ykkur á þessa síðu:
http://ascension2000.com/Ra-studyguide.htm

eða
http://www.google.com og leitið af Ra Material eða Poleshift 2012.

Þar getið þið lesið allt um Ra, og jafnvel allt um hvernig lífið er, pyramida, UFOs, o.fl o.fl.


Því kraftaverk geta gerst, þið sem hafið ekki ennþá lært að elska hvort annað hafið enn tíma.
Kv, wolfy.