Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vísindalegt lögmál og hvað er trúaratriði.
Í sjálfu sér er ekki hægt að sanna eitt né neitt nema í ímynduðum líkönum sem lúta algerlega stærfræðinni. Þannig er t.d. ekki hægt að sanna lögmál eðlisfræðinnar út frá rökleiðslum og tilraunum.
Þess í stað eru sett fram lögmál. Það er einhver regla sem virðist gilda alltaf um sama hlutinn við sömu aðstæður. Engin lögmál eru algild. Sí og æ er verið að sýna fram að gömul lögmál bregðast við nýjar aðstæður. Þá eru ný lögmál sett fram.
Kenningar eru tilgátur um lögmál. Öllum er frjálst að koma með kenningu. Ekki er samt víst að hún reynist lögmál.
EN VEL AÐ MERKJA: Þetta er ekki trúaratriði. Þetta kemur trú ekkert við. Hvað er það sem greinir staðhæfinar vísindanna frá kennisetninum trúarbragaða eða einfaldlega ímyndunum?
Heimspekingurinn Karl Popper setti fram eftirfarandi viðmið:
Form lögmáls verður að vera þannig að hugsanlegt er að hrekja það með tilraun.
Þetta segir eru óhrekjanlegar yrðingar alveg bannaðar! Það gildir um alla trú og dulvísindi. ÞAu eru þannig úr garði gerð að ómögulegt er að hrekja þau. Þess vegna er ekki hægt að rökræða við trúmenn. Allar þeirra kennisetningar eru settar þannig fram að þær sanna sig sjálfar. EN það er nákvæmlega sá eiginleiki sem greinir þær frá vísindalegum lögmálum. Vísindalegt lögmál verður að vera hægt að hrekja.
Komum með tvö dæmi:
1. yrðing: Guð skapaði alheiminn.
Þetta getur aldrei orðið vísindalegt lögmál. Hugtakið guð er nefnilega búið þannig til að það sannar sig sjálft. T.d. ef einhver spyr hvernig hann gat það þá er svarið: Guð er almáttugur. Ef einhver spyr afhverju hann gerði það, þá er sagt: Guð er ofar okkar skilningi. Og svo framvegis.
ÞEssi rökleiðsla er klifun. Hún sannar sjálfan sig. Forsendurnar í upphafi gerir manni ekki kleyft að reyna að hrekja hana. Þetta er eins og segja: Það mun rigna eða ekki rigna á morgun.
Auðvitað er það satt. Yrðingin sjálf sannaði sig. Samt er það ekkert lögmál. Alveg hreint vonlaust lögmál meira að segja.
Svo þegar menn tala um lögmál Biblíunnar þá er bara leiðinda kjaftæði.
2. yrðing: Lögmál Newtons: Kraftur er sama semm massi sinnum hröðum.
Þarna ertu með almennilega vísindalega kenningu. Svona vil ég sjá. Af hverju? Jú vegna þess að hún er hrekjanleg. Hún gæti verið sönn. Hún gæti líka verið ósönn. Það kemur ekki í ljós nema við athugum það. Sannreynum það. Við gætum gert fáeinar einfaldar tilraunir. Niðurstaðan væri alltaf sú sama: Kenningin virðist gilda. Hún virðist gilda alltaf. Kenningin er sem sagt lögmál. Þetta er almennileg sönnun. ÞEtta er það sem greinir vísindin frá dulvísindum. Með vísindaleg lögmál er alltaf hægt að gera tilraun með að hrekja lögmálið. Og það gera menn. Aftur og aftur, við mismunandi aðstæður.
ÞEss vegna gilti þetta lögmál sem almennt lögmál í meira en tvær aldir. En seinna meir kom í ljós að undir ljóshraða þá hættir þetta lögmál að gilda. Í dag er búið að gera tilraunir með það og afsanna þannig lögmál Newtons. Í staðin fáum við nýtt lögmál:
Við eðlilega aðstæður gildir að kraftur er sama sem massi sinnum hröðun, þar sem eðlilegar aðstæður eru miðaðar við mannskepnu stadda á jörðinni.
ÞEtta er fullgilt lögmál. Það er samt óþjált og takmarkað. Einstein kom síðan með almennu afstæðiskenninguna sem er almennt lögmál um þetta viðfangsefni við allar aðstæður. Hún er samt oftast bara kölluð afstæðisKENNINGIN vegna þess að lengi vel var ekki hægt að gera tilraunir með hana, vegna tæknilegra annamarka. Það var samt hugsanlegt, og því gat hún ekki talist óhrekjanleg og þar með trúaratriði.
Í dag er hægt að gera tilraunir með afstæðiskenninguna. Enn sem komið er hefur hún ekki brugðist.
Hún telst því sönn.
Hún er raunveruleg vísindi en ekki bara dulvísindi.
Þa