Vinnum saman að heimsfriði -á einn hátt eða annan. Smá “jólaguðspjall” frá okkur Wiccan.

Ég er hér í raun og veru að áframsenda bréf sem ég fékk frá bandaríska kennaranum mínum í Wicca að beiðni hans og þýði það hér lauslega yfir á íslensku. Þó fólki kunni að finnast þessi leið asnaleg að þá hugsa ég að enginn tapi á því að vera með, enda má gera hlutina á mismunandi vegu og ef fólki finnst þetta ekki nóg getur það alltaf gert meira og sýnilegra. Mér fannst þetta allavegna sniðugt og vel þess virði að spá í. En nóg um það, hér kemur bréfið:

Verið sæl og blessuð galdrafólk!

Á þessum tíma ársins, jafnvel meðan ofbeldi í heiminum eykst og dauðinn setur mark sitt á atburðina í Írak og Afganistan, vonast fólk til þess að friður muni brátt ríkja hér á jörð, að við munum eiga hér plánetu þar sem mannkyn allt getur lifað í sátt og samlyndi og fólk breiðir út ást, samkennd og góðvild til náunga sinna. Þessar umræður hafa átt sér stað meðal þónokkurra hópa í Bandaríkjunum og Evrópu og hafa leitt til þeirrar ákvörðunar að koma á fót alþjóðlegu samstarfi milli heiðins fólk og norna (witches, wiccans, pagans, heathens and other magickal folk) sem og kristinna og fólks frá öðrum trúarbrögðum. Hugmyndin er að fá fólk til að vinna saman með bænum, hugleiðslu og göldrum til þess að reyna að koma á fót frið á móður okkar Jörð með því að auka andlega vitundarvakningu meðal mannkyns.

Þetta er alþjóðleg samvinna og skiptir ekki máli hvaða trúarbrögðum fólk fylgir eða hvaða leið það hefur valið sér í lífinu. Við þurfum allra hjálp til þess að láta fólk vita af þessu, svo sendið þetta áfram til allra sem þið þekkið, svo við getum fengið sem mest af jákvæðri orku til að vinna mót þessari niðurrífandi braut haturs og ofbeldis sem við virðumst því miður hafa ratað á.

Sá dagur sem þessi samvinna á að eiga sér stað er 26. desember, eða annar í jólum, á fullu tungli. Ástæðurnar fyrir valinu á þessum degi eru eftirfarandi:

#1. Vetrarsólstöður hefjast 21. desember. Þá fer tunglið í merki Hrútsins (hvetur til nýs upphafs). Tunglið er staðsett aftarlega í Hrútsmerkinu og myndar enga afstöðu við aðra plánetu eða sólina áður en það fer í Nautsmerkið. Samkvæmt gömlum kerlingabókum var þessi tunglstaða talin boða að athafnir sem þessar beri ekki ávöxt séu þær framkvæmdar á meðan tunglið er í þessari stöðu. Þess vegna getur tímasetningin verið mjög viðkvæm víðsvegar í heimum.

#2. Þetta er sá tími ársins þegar trúarsöfnuðir fóru að hugsa um heimsfrið.

#3. Aðfangadagur, 24. desember, er bæði upphaf keltneska mánaðarins Birch (birki) ásamt því að marka upphaf nýs árs tunglsins. Einn af stærri eiginleikum þessarar orku er sá að vera orkugjafi andans og hreinsa hann ásamt því að veita okkur farveg inn nýjan áfanga andlegs þroska.

#4. Sumir heiðinna myndu finna eitthvað að því að gera þetta 24. eða 25. desember (margir þeirra hafa slitið sig frá kristnum rótum) og svo er fullt tungl 26. des. og þeir eru hvort eð er að vinna að einhverju leyti á þennan hátt þennan dag.

#5. Sólin er enn undir áhrifum frá merki sporðdrekans, sem hefur áhrif á líf, dauða og andlega viðleitni.

#6. Sólin mun brátt verða fyrir áhrifum frá vatnsberanum. Þó hann hafi mikil andleg áhrif er þessi tími of óstöðugur og ófyrirsjáanlegur til þess að hægt sé að gera ráð fyrir raunhæfum áhrifum magískrar vinnu sem þessarar (ekki ósvipað og “The Fool” eða Fíflið í Tarot spilunum). Svo ef þetta yrði ekki gert fljótlega þyrfti að fresta þessu uns áhrif sólar fer að gæta á merki Nautsins, en þá verða hlutirnir stöðugri.

Fyrir ykkur sem viljið fá leiðbeiningar um hvernig ágætt er að gera þetta getið reynt að ímynda ykkur og reyna að sjá fyrir ykkur fólk út um allan heim leggja til hliðar fordóma sína og skaðsöm vopn, vera samstiga, takast í hendur og standa saman.

Sjáið svo fyrir ykkur þræði þvert, á milli, á víxl o.s.frv. tengja alla saman. Horfið síðan á jörðina utan frá, úr geimnum, sjáið þræðina verða þykkari og breiðari eftir því sem fleiri bætast við þar til allur hnötturinn er þakinn bláhvítu ljósi hreinleikans, sem bannfærir og rekur burt neikvæða orku frá jörðinni. Haltu þessari mynd í huga þér eins lengi og þú getur. Svo þegar þú færir þig rólega aftur niður á jörðina skaltu reyna að sjá bregða fyrir myndum af fólki sem áður voru óvinir faðmast í vinskap og kærleika, tilbúið til að vinna saman. Endið þessa hugleiðslu á þakkarbæn.

Þegar þessu er lokið skaltu vinna með þig sjálfa(n) og fólkið í kringum þig, vini, kunningja, ættingja og samstarfsfólk. Reynið að stuðla að og efla kærleika, samkennd og samhljóm og losa ykkur við átök og árekstra úr ykkar eigin umhverfi. Ef við leggjum öll eitthvað af mörkum getum við beygt út af þessari eyðileggjandi braut sem mannkynið hefur ratað á.

Vinsamlega komið þessu ákalli áfram til þeirra sem þið þekkið, sendið það áfram til allra á póstfangalistanum ykkar, segið frá þessu, -og við GETUM gert gæfumuninn og haft áhrif.

Verið þið blessuð!

Kevin,
Æðsti prestur,
Musteri Ishtar


P.S. Þakkir til Pannox og Abigel sem hjálpuðu mér með þýðinguna.