Ég held að það sé ekki neinn “mikli sannleikur” og hann finnst svo sannarlega ekki með því að stunda dulspeki. Margar dulspekigreinar geta þó reynst manni góðar ss. slökun og ýmsar yoga æfingar ef Yoga skildi þá kalla Dulspeki. Ef maður ætlar að leita að honum ætti maður ekki að reyna að finna hann í draumum sínum eða með því að fara út úr líkamanum eða reyna að fá miðil til að segja manni hann.
Ef ég væri í leit að honum reyndi ég heldur Heimspeki og læsi ég líklega bækur um hana frekar en Dulspeki. Aðrir segðu líklega að maður gæti ekkert lært af bókum og maður lærði hann bara á leiðinni í gegn um lífið. Og enn aðrir myndu benda manni á Biblíuna, og þar held ég einmitt að sé að finna það sem næst því að vera hinn mikli sannleikur. Að vera góður og kærleiksríkur við aðra en þó umfram allt að vera þakklátur fyrir lífið sem við höfum óháð því hvort það var Guð eða tilviljun sem gaf okkur það.

Hjörtu