Ég hef stundum velt því fyrir mér hve mikill tími fer í að spá í þessum málum sem ekkert svar fæst við, því margir eru jú á höttunum eftir hinum stóra Sannleik. Fólk getur auðveldlega endað í vítahring því það gefst ekkert ákveðið svar við spurningum þess og væntingum, ein spekin segir “hitt” en önnur “þetta” svo leitin virðist endalaus.

Hvað hafið þið að segja um það kæru lesendur?

P.s. Ef dulspeki er eftirsókn í það sem gerist eftir dauðann hvers vegna þá ekki bara að slaka á og bíða þangað til það kemur að manni og upplifa það “first hand”? :-)
www.facebook.com/teikningi