
Staða sólar, borin saman við staðsetningu tólf stjörnumerkja á himninum, var talin hafa einna mest áhrif á persónuleika fólks (Gunnlaugur Guðmundsson, 1988). Í stjörnuspeki eru þessi stjörnumerki notuð sem heiti á stöðu sólar við fæðingu, og allir kannast við þau úr stjörnuspekidálkum dagblaðanna.
Fjölmargar rannsóknir hafa kannað hvort samband sé á milli persónueinkenna og stjörnumerkja fólks, og niðurstöðurnar benda nær allar í eina átt: Þekking á stjörnumerki fólks bætir að öllu jöfnu ekki forspá um persónuleika þess (Crowe, 1990). Þær örfáu rannsóknir sem benda til hins gagnstæða fá aðeins fram tengsl á milli stjörnumerkja og persónuleika hjá því fólki sem þekkir til stjörnuspeki (Crowe, 1990; Mayo, White og Eysenck, 1978; Rooij, 1994). Það virðist því vera að stjörnumerki ráði ekki persónuleika, heldur geti persónuleiki manna mótast í samræmi við trú manna á hvernig hann skuli vera (self-fulfilling prophecy).
Af hverju finnst þá mörgum að stjörnuspeki segi rétt til um persónuleika sinn? Þetta skýrist að öllum líkindum af svokölluðum Barnum-áhrifum (Gleitman, Fridlund og Reisberg, 1999), sem í stuttu máli er tilhneiging fólks til að finnast mjög almennar lýsingar, sem gætu átt við hvern sem er, eiga sérstaklega vel við um sig.
Í stuttu máli, stjörnuspeki er gervivísindagrein sem spáir ekki fyrir um mannlega hugsun, hegðun né persónuleika.
Calliope
—————-
Heimildir
Crowe, R. (1990). Astrology and the scientific method. Psycological Reports, 67(1), 163-191.
Gleitman, H., Fridlund, A. J. og Reisberg, D. (1999). Psychology (5. útgáfa). New York: W.W. Norton & Company Ltd.
Gunnlaugur Guðmundsson. (1988). Hver er ég?: Bókin um stjörnuspeki. Reykjavík: Iðunn.
Mayo, J., White, O. og Eysenck, H. J. (1978). An empirical study of the relation between astrological factors and personality. Journal of Social Psychology, 105(2). 229-236.
Rooij, J. J. F. van. (1994). Introversion-extraversion: astrology versus psychology. Personality and Individual Differences, 16, 985-988.