Ég er víst ein af þessum sem að hef fengið einhverja “vöggugjöf”.
mig dreymir fyrir hlutum.
Ég get auðveldlega spáð fyrir fólki, og já það rætist.
Og mér er sagt af skyggnu fólki að það fylgi mér herskari af “fólki”.
Þeir þrír menn sem að ég hef verið í alvarlegum samböndum með hafa allir séð og heyrt hluti í kringum mig, oftast þegar að ég er sofandi.
Þeir hafa allir þrír séð sama manninn, standandi yfir okkur.
Þeir hafa allir heyrt hluti sem að þeir gátu ekki útskýrt.
(það skal tekið fram að enginn þeirra telur sig hafa nokkra skyggnigáfu)
Það hefur líka oftast nær verið reymt þar sem að ég bý, að 3 stöðum undantöldum.
Nýjasti draugurinn “minn” kom til mín fyrir um 4 árum eða svo.
Ég varð ekki vör við mikið, en maðurinn minn sem að vaknaði eina nóttina til að fara á klóið varð svo sannarlega var við þetta.
Hann ætlaði að fara fram, þá heyrist víst í mér
( ég man ekki eftir neinu af þessu) í djúpri karlmanns röddu, “ekki fara fram” og í því skelltist hurðin fyrir framan hann.
Og svo byrjuðu einhverjir skruðningar frammi.
Hann varð frekar skelkaður og skeiðlaðist bara upp í rúm aftur.
Um þetta leiti flutti besti vinur mannsins míns til okkur.
Hann vaknaði einn morguninn við það að einhver var að kyrkja hann, hann tók á móti um háls þessa aðila og streyttist á móti.
Að lokum sleppti hann og veran að sama skapi, hann segir að þeir hafi eitthvað rætt saman og það eina sem að hann man var að veran vildi vernda mig, mannin minn og barnið, og það að hann héti Pétur.
Ég lét þetta liggja á milli hluta, þetta hefði getað verið draumur í svefnrofunum.
Nokkru síðar, stuttu eftir að ég hafði sett littlu stelpuna mína í rúmið, heyri ég hana skelli hlægja, og masa heil mikið.
eftir svolittla stund fór ég inn, og hún bendir út í loftið “Pési lúlla”, og hló.
Einhvern vegin gat ég nú ekki farið að véfengja barnið sem að varla var farið að tala, og því síður spinna upp sögur.
Pési hélt áfram að skemmta henni á kvöldinn í þó nokkurn tíma.
Pési elskar að fikta í rafmagninu.
Hann hefur steikt sjónvarpið tvisvar, tölvuna tvisvar líka.
Það sprungu að meðaltali 5-9 perur hjá okkur í mánuði, við höfum fengið rafvirkja til að mæla allt og það var allt í lagi.
Við fengum sýrita frá rafveitunni, og það mældist ekkert einkennilegt.
Síðari rafvirkinn hlustaði á lýsinguna, og sagði bara hreint út að það væri nú líklegast reymt hjá okkur.
Við létum “hreinsa” út, og eftir það hefur ástandið skánað, hann lætur sér nægja perurnar.
Við höfum flutt í millitíðinni, og hann með okkur.
Ef að fólk kemur í heimsókn til okkar og talið berst að honum, þá er hann með heilu sýningarnar.
Það brakar og marrar, hurðir opnast og lokast, og ljósin blikka.
Og þannig er hann Pési littli.
Hann er ekki fyrsti draugurinn “minn” og verður efalaust ekki sá síðasti.