Lauf úr Jurtafræðibók # 2 Af tilefni þess að Sólin gengur í hús sporðdrekans innan tíðar og Allrasálnamessu verði fagnað þá vil henda inn öðru laufi úr minni persónulegu jurtafræðibók.. Vona að þið njótið (sum allavega)
***


SJÁALDURSJURT - Atropa Belladonna
Önnur nöfn: Völvuauga, Djöflaber.


EINKENNI

Sjáldursjurt er fjölær eiturjurt af kartöfluætt. Hún vex sem runni og er með sver, rúnuð græn blöð, jurtin blómstrar í enda Júní og byrjun Júlí, blóm jurtarinar sem eru fjólublá eða bleik og skarta skínandi svörtu beri þegar líður á haustið. Runninn getur orðið allt að metri á hæð.

Helsta heimkynni jurtarinnar er á suður Englandi og er hún uppruninn þaðan, hún hefur þó breiðst til Norður Ameríku og eignað sér fasta búsetu þar. Auðvellt er að rækta hana með fræjum og sumstaðar vex hún sem illgresi en erfitt getur verið að losna við hana þegar hún er búin að koma sér fyrir.
Jurtin er baneitruð og er talið að þrjú ber séu nóg til að valda bráðum bana, þó getur þurft minna.


ÞJÓÐFRÆÐI OG NOTKUN

Eitur jurtarinar er vöðva slakandi/lamandi og hefur þau áhrif að pupil augna bregðast ekki við ljósi, fyrr á öldum notuðu konur á Ítalu og á Spáni jurtina til að stækka sjáöldur augna sinna í fegurðarskyni, en af því er nafn jurtarinnar dregið. Þá er gaman að nefna að Belladonna er komið frá ítölsku og þýðir “Fögur kona”

Í smáum skömtum getur eitur jurtarinnar valdið ofskynjunar áhrifum og var algengt að Völvur í fornöld notuðu jurtina við spádóma og seið, því hefur hún einnig fengið nafnið Völvuauga, þetta getur jafnvel útskýrt hvernig Völvan gat farið á fund Óðins í Völuspá. En hún er einnig notuð ásamt fleiri jurtum sem innihald í svokallað “Flugsmyrsl” sem notað var við galdraathafnir á miðöldum (sjá Berserkjasvepp)

Meðal almúgamanna á miðöldum var því haldið fram að Djöfullinn ætti þessa jurt og hana mátti aðeins tína á vissum nóttum. Jurtin var notuð sem bæði ofskynjunarlyf til trúarathafna og í eitur til að losna við óvini.


ÞJÓÐSÖGUR OG GOÐSAGNIR

Á frummálinu heitir jurtin Atropa Belladonna, en nafnið kemur frá Atropos sem er ein af örlaga völdunum þrem, Moerae í Grískri goðafræði. Atropos var sú sem klippti á þráð lífsins og sendi fólk í annan heim.

Sjáldursjurt er stundum sögð vera undir áhrifum gyðjunnar Hecate, í tengslum við tunglið en öllu líklegra er að hún sé í tengslum við Satúnus. Runnar af henni eiga að breytast í gamallt nornarskass á Valborgarmessunótt


EFNAFRÆÐILEG ÁHRIF
Virk efni: Atropine, hyoscamine, scopolamine

Inntaka:
Jurtin er baneitruð og inniheldur hún efna-lýtingana Hyoscamín sem er hefur stórhættuleg geðræn áhrif, Scoplamín sem veldur rugli og skynvillum og síðast en ekki síst Atropín sem er vöðvalamandi.

Eftir inntöku* eru aukaverkanirnar: víkkuð sjáöldur augna, ógleði, ljósfælni, hraður hjartsláttur (vegna geðshræringar), jafnvægisleysi, sérstök “flug” tilfinning, köfnunartilfinning, föl húð með rauðum útbrotum, rám rödd og munnþurkur.
En einnig geðhrifa einkenni eins og ofskynjanir, geðshræringar, ofsahræðsla, kvíði og rugl. Inntaka á sjáaldursjurtar getur valdið varanlegum skemmdum á augum og heila. Í stærri skömmtum veldur hún uppköstum, ofsafengnum krampa, hjartabilun og dauða.

A.T.H.
*Þetta er eingöngu til fræðslu og þekkingar, þó svo að jurtin hafi verið notuð af jurtasérfræðingum fornalda sem kunnu að meðhöndla eitraðar jurtir eftir áralanga reynslu þá er hún baneitruð. MÖRG DAUÐSFÖLL verða á ári hverju vegna neyslu þessarar jurtar. Ekki láta ykkur detta það í hug að borða ber jurtarinnar né neinn annan part. Þið munið ekki sjá neina andaheima heldur hljóta kvalarfullan dauðdaga, trúið mér. Þið hafið fengið viðvörun