Ég hef svona í gegnum tíðina gluggað hér í dulspekidálkinn, því líkt og margir Íslendingar hef ég óstjórnlegan áhuga á því dulda, kannski af öllu myrkrinu sem er hér meirihluta ársins, hver veit. Ég er líka samkvæmt stjörnuspekinni, fimmfaldur sporðdreki, sem ætti merkja það að ég væri kolfallinn fyrir þvi hulda og dulda.
Og það er ég líka, reyndar geng ég svo langt, að halda því fram að ekkert annað sé vert að rannsaka en einmitt það hulda og dulda.
Og auðvitað er það sem er mikilvægast af því hulda og dulda:
Við og Guð.
Ég hef tekið eftir einmitt, þónokkrum rökreiðum..humm rökræðum um Guð og hvort hann sé til,glott og ætlaði að bæta smá við.
Þeir sem eru orðnir jafnleiðir á umræðuefninu og ég er að verða, vinsamlegast bara lesið ekki :D
sem þið vitaskuld munuð ekki gera :)
Guð er að verða hálfleiðinlegt efni fyrir mér, útaf eðli Guðs og náttúru hans.
Tökum byrjun heimsins, sama hvernig hún gerðist eða hvort hann var alltaf til eða ekki.
Eikker efni komu saman fyrir tilviljun, þessi efni voru líka til útaf engri ástæðu, en voru samansett af orku sem var líka tilgangslaus og ákvað að breytast í efni af engri ástæðu.
Ákvað að breytast í billjónir mismunandi efna og dótaríis og plús líka byrjaði orkan að tifa á óteljandi mismunandi vegu og breyttist í aðrar gerðir af orku.
Svo ákvað öll súpan að koma saman og mynda risastóran heim, sumt af efninu myndaði risavaxnar stjörnur, risavaxnar logandi hnetti,´annað fór í að mynda pláhnetur.
Löngu löngu seinna ákvað annað efni, að koma saman og mynda einfrumunga og slíkt og lifa á öðru efni sem þeir kláruðu síðan mjög fljótlega, en þar sem það var of gaman að vera fruma, ákváðu frumurnur að byrja að éta hvor aðra og varð sú barátta svo svæsin að endaði með að frumurnar byrjuðu að vopna sig með allskynsefnavopnum og nota matinn eða hinar frumurnar í að stækka sig og myndast yfir í þróaðari drápara.
Þetta skeði fyrir algera tilviljun og engin ástæða fyrir essu, það var bara náttúrulegt að þetta skeði og þarf engin vilji að vera á bakvið þetta.
Seinna meir voru tilviljunakenndar stökkbreytingar frumnana komin á það stig að þær börðust um í risavöxnum líkömum með hárbeittar tennur í hausum á stærð við ww bjöllu.
Tilviljunakenndar hamfarir stoppuðu þetta, svo frumurnar settust niður og bjuggu til næsta skref, manninn og héldu síðan áfram að berjast um sjálfan sig.
Þetta eitt og sér er nóg til að maður efist um tilveru guðs, ég meina það eru til vélar og forrit í dag sem þróa sig sjálft (allt á tilraunastigi) t.d vél sem lærði að fljúga.
Nema að þessu leytinu, það þurfti Vitund til að starta þessum vélum og forritum, þetta varð ekki til að sjálfu sér.
Í heimi okkar eru náttúrulögmál, afhverju? ef engin tilgangur er fyrir neinu afhverju eru þá lög?
Afhverju er ekki Kaos í heiminum og allt á fleygiferð að búa til eitthvað nýtt?
Afhverju passar allt svo vel saman?
Veistu hve nákvæmt verk lífkerfi jarðarinnar er og hve lítið þarf til að hnekkja því?
allt líf á jörðinni tengist hvert öðru, þörungar í hafinu stýra hitastigi og hafiði heyrt um færibandið mikla í hafinu og hvernig það virkar?
vá, Ímyndið ykkur líkurnar á að slíkt gerðist fyrir tilviljun.
svo er það hugur mannsins, vá við erum ekki byrjuð einu sinni á byrjunni á því.
Fyrir mér var það ekki spurningin hvort Guð væri til eða ekki, heldur mun fremur eðli guðs og tengingu minni við hann og líka spurningin :
Hvað erum við og hversvegna erum við hér?
Það er í raun fánýtt að leita svara við hvort guð sé til eður ei, annaðhvort tekur maður heiminn sem sönnunargagn eða finnst það ekki sanna neitt.
Því ef guð skapaði heiminn og ÞAÐ er skapari alls fyrr og síðar, hlýtur ÞAÐ að hafa skapað þetta útur sjálfu sér, meina það var ekkert annað. Þá er allt guð og ekkert nema guð.
og ómögulegt að sanna neitt því hvað ætlarðu að bera saman við það sem þú vilt prófreyna?
Þetta er einmitt ástæðan fyrir að ég er hálfleiður á umræðuefninu (ekki nóg til að skrifa ekki samt :) er það að Guð er þá allt og allt er guð, að tala um guð og reyna að persónugera ÞAÐ (afhverju ætti guð að vera kyn?)
er tilgangslaust því að allar fullyrðingar hljóta að falla fremur langt frá umræðuefninu.
Það er í raun aðeins tvennt sem kemur til greina með Guð, annaðhvort er ÞAÐ vera sem er hvorki Ill né Góð, slíkar hugmyndir væru hlægilegar veru sem er elíf og ekkert er til nema ÞAÐ, Þá væru það sem við köllum illt aðeins birtingarmynd af lífinu og baráttunni að lifa, samanber að margar dýrategundir há styrjaldir líkt og maðurinn,nauðganir og slíkt er einnig þekki í dýraríkinu.
Þá væri Þetta í dag aðeins Guð að rannsaka eðli sitt eða stundandi tilraun eða álíka, passing time in eternity :D
Svo er það hinn möguleikinn að Þetta sé skóli fyrir akvæmi guðs og við séum að þroska okkur fyrir hann og veru í himnaríki.
Það eiginlega meikar ekki sens, því afhverju þurfa afkvæmi guðs, sköpuð í hans mynd, skólun?
Fór Guð líka í skóla?
Ég las eitt sinn svoldið sniðuga tilgátu um að við værum öll “quantum” Gods og hefðum skapað þennan heim í sameiningu, í þeim tilgangi að kynnast hvort öðru á öðru leveli.
Það eru nokkrir hlutir sem fá mig um að sannfærast um að það sé einhver tilgangur með veru okkar hér.
Það er sá að ofbeldi og yfirgangur skapast af skilningsleysi, sá er hefur skilning, drýgir ekki ódæðisverk.
Eða fær samviskubit yfir því að hafa gert rangt.
Jesús (nærtækt dæmi sem allir þekkja) átti ekki að hafa verið mikill útaf því hver hann var heldur útaf því sem hann vissi.
Það sama er með vitrar manneskjur sem lifa og hreyrast í góðmennsku og því að gera öðrum gott.
Hvaðan kemur samkenndin og Samúðin inní dæmið frá verum sem éta hvortaðra á fullu til að lifa sjálfar?
hvar passar kærleikurinn í “survival of the fittest” ?
Það eru svona hlutir sem standa út og láta mig fallast á þá niðurstöðu að það sé vitund á bakvið þetta og einhver tilgangur og sá tilgangur virðist góður sama hver hann er.
Við getum endalaust komist að niðurstöðum sem passa undir hinar og þessar kenningar og við getum mælt hitt og þetta, en það skiptir engu máli, eina sem við í rauninni getum vitað er að við erum til og við erum ekki ein.