Þannig var að ég var einhvers konar fangi og þurfti að leysa ákveðnar þrautir, sem ég man ekki hvað voru margar. ég man bara eftir síðustu þrautinni sem var svona.
Ég gekk að gryfju sem var svona á að giska 20 metrar á breidd. Hynum meginn við hana var maður sem virtist vera konungur allra hynna. Ég á seint eftir að gleyma skítaglottinu sem var alltaf að vörunum hans..en allavega… Þá var þessi gryfja full af snákum sem skröltu ofan í henni og ég átti að komast yfir hana. Eina ráðið sem til þess var var að ganga yfir brú sem var smíðuð úr þyrnum. ég legg af stað en alltaf þegar ég er kominn hálfa leið þá dett ég ofan í gryfjuna og þá vakna ég allveg í svitabaði og lafmóður..
Þennan draum dreymdi mig mjög oft þegar ég var yngri en ekkert nú nokkrum árum eftir. Mér þætti samt gaman ef einhver hérna gæti komið með einskonar draumaráðningu…
Glory Glory…