Mig langar að segja ykkur frá svolitlu sem snertir mig..

ég er ósköp venjulegur 15 ára drengur, sem býr í sviet rétt fyri utan þéttbýli. Mig dreymir mjög,mjög oft eitthvað sem kemur fyrir seinna. Sem dæmi má nefna að fyrir þrem árum dreymdi hrossahjörð sem var á hlaupum og allt í einu fellur einn hestanna við og verður eftir. Tveimur dögum seinna þá drapst hjá okkur hross. Ég pældi ekkert mikið í þessu fyrr en að mig dreymdi að bróðir minn væri á sjúkrahúsi. Nokkrum dögum seinna þá lenti hann í bílsslysi og hvar lenti hann? jú á sjúkrahúsi. Ég gæti nefnt ótal fleiri dæmi en eru þau flest öll um dýr eða eitthvað annað..

Ég er ekkert hræddur við þetta eða neitt.. en ég er hræddur ef mig dreymir draum um að afi deyji eða eitthvað þannig. Að ég verði sturlaður eða eitthvað þannig.

Svo var það kvöl eitt að þegar veður var vont og mikil rigning og læti að ég er kominn upp í rúm og ætla að leggja mig. ég verð andvaka. En eftir um það bil kannski hálftíma finn ég ískaldan gust um herbergið fara og um leið fer rafmagnið.

Þetta setur í mig óhug þegar ég hugsa um þetta og ég var að pæla í hvort að ég geti ekki losnað við þetta einhvern neginn…


Þið ráðið allveg hvort þið trúið mér en þið sem gerið það ekki… ekki hafa fyrir því að reyna að niðurlægja mig einhver neginn.
Glory Glory…