Ok, ég hef ekki póstað hérna áður, en var að vona að ég gæti fengið einhver ráð……..

Málið er að fyrir c.a. 3 mánuðum þá vaknaði ég um miðja nótt og var alveg skíthrædd. Ég reyndi að sofna afur en fékk þá á tilfininguna að eitthvað væri að leggjast ofan á fæturnar á mér og færast upp. Þetta eitthvað færist ofar þannig að það endar með því að ég get ekki hreyft mig og þetta eitthvað liggur ofan á mér og er mjög þungt. Ég var farin að anda grynnra af því að þyngsli voru svo mikil - síðan eftir að þetta eitthvað liggur alveg á mér þá fer ég að heyra hljóð eins og hvísl í vindi. Ég gat ekki kallað upphátt eða neitt en ég endurtek í huganum og reyni að segja hættu hættu og eftir smá tíma hverfur þetta.

Það sem hræðir mig við þetta atvik er vanlíðunar tilfinningin sem ég fann fyrir alla nóttina og finn en þá fyrir ef ég hugsa um þetta. Andar hafa hingað til ekki hrætt mig, það voru x2“draugar” í íbúðinni sem ég bjó í í fyrra og okkur kom vel saman kvenkyns andinn var meira segja alltaf að vekja mig ef ég sofnaði við lærdóminn. Mér og karlkyns andanum kom aftur á móti ekki vel saman í byrjun (lýsti sér meðal annars með því að mér leið eins og einhver væri að “ganga yfir gröf mína” ef ég sat á vissum stöðum í íbúðinni) en okkar samskipti enduðu með því að maðurinn í lífi mínu á þeim tíma kvartaði alltaf undan óþægingum kulda og læti, gat t.d. ekki verið einn í stofunni vegna pirrings. Þessi maður endaði á því að meiða mig mikið sálarlega og eftir að það átti sér stað þá gat ég sitið hvar sem ég vildi án þess að finna fyrir einhverju. Vinkona mín sem ég leigði með “sá” manninn eitthvert sinnið og við urðum báðar svo varar við nærveru þeirra að við vorum hættar að tala um að við byggjum tvær þarna….í okkar augum voru 4 í þessu heimili.

En aftur á móti tilfiningin sem ég var að reyna lýsa áðan var bara vond og óþægileg - þegar ég hugsa til baka þá dettur mér ekki neitt annað í hug en sögur af mörum….aftur á móti þá er ég skíthrædd um að þetta komi fyrir aftur.

Einhver ráð eða comment…?

Skotta