Forvitinn um fólkið hér í dulspeki horninu
Jæja mér þætti gaman að vita nákvæmlega hvað fólkið hérna á dulspeki hefur mestan áhuga á. T.d. draugum? Eða geimverum, sálförum, miðilsfundum, skýrdreymi, líkamningum, hugleiðslu, göldrum, hugsanaflutningi eða alskyns ráðgátum??
Og hvað trúir fólk hérna á? Trúirðu á álfasögur? Eða drauga? Allan pakkann eða ekki neitt? Eða ertu kannski óákveðin/n?
Mín skoðun á dulspeki:
Ég held að flestir miðlar séu annaðhvort svikahrappar, andlega óstöðugir eða bara sjálfsefjuð grey. En ég á samt eftir að fara á alvöru miðilsfund og byggi aðeins reynslu mína af bókalestri og sögum. Ég trúi ekki heldur á draugagang eða anda. Skýrdreymi er til en það er ekkert yfirnátturulegt við það. Sálfarir eru einnig til en gætu aðeins verið mjög skýrir og litríkir draumar og þurfa ekki að vera yfirnátturulegar. Ég trúi ekki á álfa/tröll eða eitthvað í þeim dúr. Ég trúi ekki á fljúgandi diska eða að geimverur hafi heimsótt jörðina. Í sambandi við hugsanaflutninginn er ég óákveðinn, ég tel mig hafa orðið fyrir reynslu af honum en er þó ekki 100% viss. Og að mínu mati eru líkamningar ein þau verstu svikabrögð sem fundin hafa verið upp. Galdrar eru ekki til, en ef svo væri, þá myndi ég giska að galdrar væru aðeins hugsanaflutningur. Fyrir mér er hugleiðsla aðeins aðferð til að róa sig niður og láta sér líða vel en ég lít ekki á hugleiðslu sem einhvern trúarlegan hlut. Ég trúi heldur ekki á numerology (talnaspá), astrology (stjörnuspáfræði), palmistry (lófalestur) eða tarot spil.
Ég vill þó taka fram að flestar hugmyndir mínar í sambandi við dulspekitengd málefni eru langt frá því að vera fullmótaðar. Ef einhver hefur áhuga á að lesa bækur um dulspeki og yfirnáttúrulega hluti, þá mæli ég með bókunum hans James Randi (www.randi.org) sem góðan upphafsstað.
Mér er nákvæmlega sama þó aðrir sem sækja dulspeki hornið hérna hafi aðrar skoðanir en ég, og ég vona að fólk verði ekki óvinir útaf mismunandi skoðunum eins og stundum gerist.