Það skemmtilega við þetta er, að þó maður geti ekki lagst bara niður og ákveðið að nú ætli mig að dreyma og vita af því, þá er hægt að gera ýmsar “æfingar” til þess að upplifa þetta, og efmaður gerir þetta nógu oft þá getur maður upplifað þetta á hverri nóttu. Galdurinn er “einfaldlega” sá að læra að muna draumana sína, og læra að “vakna” upp frá draumum. Það má meðal annars gera með því að fá sér stílabók til að skrifa draumana sína í, og geyma hana á náttborðinu sínu, eða öðrum stað alveg við rúmið, ásamt blýanti. Síðan stillir maður vekjaraklukkuna sína klukkutíma fyrr en maður þarf að vakna (til að mæta í skóla eða vinnu, e.þ.h.). Þegar klukkan hringir svo, rifjar maður drauminn eins nákvæmlega upp og mögulegt telst, ÁÐUR en maður opnar augun. Eftir það rifjar maður hann upp einu sinni enn og skrifar hann loks í bókina eins nákvæmlega og maður getur. Auðvitað þarf maður ekki að muna allan drauminn strax, en það kemur fljótt með æfingunni. þegar maður er búinn að skrifa drauminn niður, stillir maður klukkuna aftur á þann tíma sem maður þarf að vakna (klukkutíma seinna) og fer aftur að sofa.
Einnig er gott að segja sér nokkrum sinnum á dag að mann sé að dreyma, jafnvel þó það sé að sjálfsögðu ekki tilfellið. Þegar eitthvað kemst upp í vana á maður það til að endurtaka það í draumi. Og um leið og þú segir þér sjálfum að þetta sé bara draumur, ertu orðinn meðvitaður um það. Og þá getur maður látið til skarar skríða :).
Ef einhverjir hafa hins vegar þá náðargáfu að dreyma fyrir um hluti, er ekki þar með sagt að þessi eiginleiki hverfi við lucid dreaming. Ef undirmeðvitundin þarf að koma einhverju til skila þá gerir hún það, hvort sem þú stjórnar draumnum eða ekki.
Hreinustu martraðir geta breyst í stórkostlegustu hetjudrauma með þessu fyrirbæri, og sagnir herma að lucid kynlífsdraumar séu jafnvel stórkostlegri en raunverulegt kynlíf! Það get ég reyndar ekki dæmt um, en ég get fullyrt það að Lucid draumaupplifanir eru stórkostlegri en flest annað í daglega lífinu!
-I don't really come from outer space.